Erlent

Þúsundir mót­mæltu að­gerðum stjórn­valda í Ekvador

Atli Ísleifsson skrifar
Ekvador hefur farið illa út úr faraldrinum en þar hafa um 37 þúsund tilfelli verið staðfest og eru rúmlega tvö þúsund dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19.
Ekvador hefur farið illa út úr faraldrinum en þar hafa um 37 þúsund tilfelli verið staðfest og eru rúmlega tvö þúsund dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. EPA

Þúsundir komu saman í höfuðborg Ekvador í nótt til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkomubann er í gildi í höfuðborginni Quito en fólkið lét það ekki aftra sér en það er afar ósátt við þá ákvörðun forseta landsins að loka ríkisfyrirtækjum og lækka laun í opinbera geiranum.

Ekvador hefur farið illa út úr faraldrinum en þar hafa um 37 þúsund tilfelli verið staðfest og eru rúmlega tvö þúsund dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19.

Lenín Moreno, forseti landsins, segir að um 150 þúsund störf hafi tapast í ástandinu sem virðist lítið vera að skána en í síðustu viku sagði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að Suður-Ameríka væri nú miðpunktur faraldursins.

Rúmlega 23 þúsund hafa látist í Brasilíu og í Perú eru staðfest tilfelli fleiri en 120 þúsund.


Tengdar fréttir

Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna

Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar.

Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna

Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar.

Telja dauðsföll í Ekvador fimmtán sinnum fleiri en stjórnvöld segja

Fjöldi látinna í Ekvador er allt að fimmtán sinnum hærri en opinberar tölur um dauðsföll af völdum kórónuveirufaraldursins segja, samkvæmt greiningu New York Times á gögnum um dánartíðni í landinu. Miðað við þær tölur er Ekvador einn miðpunkta faraldursins í heiminum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.