Íslenski boltinn

KSÍ frestar öllum leikjum á meðan samkomubanninu stendur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik FH og KR síðasta sumar.
Úr leik FH og KR síðasta sumar. vísir/bára

Öllum leikjum á vegum Knattspyrnusambands Íslands hefur verið frestað vegna samkomubannsins sem skellur á aðfaranótt mánudags.

Á fundi sínum í dag ákvað stjórn KSÍ að fresta öllum leikjum á vegum sambandsins, landsliðsæfingum og öðrum tengdum viðburðum á því fjögurra vikna tímabili sem samkomubannið nær yfir.

Ákvörðun KSÍ tekur gildi frá og með deginum í dag, 13. mars.

Í tilkynningu frá KSÍ kemur fram að ákvörðun hvort leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 26. mars fari fram bíði niðurstöðu fundar Knattspyrnusambands Evrópu á þriðjudaginn.

Í tilkynningunni hvetur KSÍ aðildarfélögin sín til að fara í öllu eftir tilmælum stjórnvalda þegar kemur að útfærslu samkomubannsins.


Tengdar fréttir

Hvað þýðir samkomubann?

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags.

Samkomubann í fjórar vikur

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.