Fótbolti

Víkingur Ólafsvík mætir ekki til Reykjavíkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingur Ó. hefur ákveðið að taka engar áhættur og mæta ekki til leiks gegn Val í Lengjubikarnum í kvöld.
Víkingur Ó. hefur ákveðið að taka engar áhættur og mæta ekki til leiks gegn Val í Lengjubikarnum í kvöld. Vísir/Andri Marinó

Víkingur Ólafsvík hefur ákveðið að mæta ekki til leiks í leik sínum í Lengjubikarnum í kvöld en liðið átti að mæta Val að Hlíðarenda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið gaf út fyrr í dag. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.

Víkingar vilja ekki taka neinar óþarfa áhættur varðandi kórónuveiruna og hafa því ákveðið að halda sig heima. Einnig hefur félagið frestað æfingaferð sinni en það átti að vera á leið til Spánar líkt og mörg önnur íslensk félög.

Leikurinn átti að fara fram klukkan 18:00 í dag en það er óvíst hvenær hann mun nú fara fram. 

Fyrir leikinn eru Víkingar neðstir í 4. riðli A-deildar Lengjubikarsins með 0 stig eftir fjóra leiki. Þá hefur liðið aðeins skorað tvö mörk en fengið á sig 20. Valur er í 2. sæti riðilsins með tvo sigra, eitt jafntefli og eitt tap.

Yfirlýsing Víkings Ó.

Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ó. hefur tekið ákvörðun um að liðið muni ekki mæta til leiks gegn Val í Lengjubikarnum í kvöld. Með þessu er liðið að fylgja eftir ákvörðun sinni um að fara ekki í æfingaferð til Spánar vegna COVID19 veirunnar sem herjar á heimsbyggðina um þessar mundir.

Víða hjá nágrannaþjóðum okkar hefur knattspyrnuiðkun verið slegið á frest um óákveðinn tíma og teljum við okkur þurfa að sýna samfélagslega ábyrgð. Er það okkar skoðun að ekki sé hægt að tryggja öryggi leikmanna, starfsliðs og áhorfenda gagnvart veirunni og því sé það eina rétta í stöðunni að spila ekki leikinn.


Tengdar fréttir

Spænska úrvalsdeildin frestar næstu tveimur umferðum

Spænska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur ákveðið að fresta næstu tveimur umferðum ótímabundið eftir að allir leikmenn Real Madrid voru sendir í sóttkví þar sem leikmaður körfuboltaliðs félagsins hefur greinst með kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×