Fótbolti

Spænska úrvalsdeildin frestar næstu tveimur umferðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alvaro Morata, leikmaður Atletico Madrid, fagnar marki sínu gegn Liverpool í gær.
Alvaro Morata, leikmaður Atletico Madrid, fagnar marki sínu gegn Liverpool í gær. Simon Stacpoole/Offside/Getty Images
Spænska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur ákveðið að fresta næstu tveimur umferðum ótímabundið eftir að allir leikmenn Real Madrid voru sendir í sóttkví þar sem leikmaður körfuboltaliðs félagsins hefur greinst með kórónuveirunnar.

Sjá einnig:Allir leikmenn Real Madrid sendir heim í sóttkví

 

Sky Sports greinir frá þessu. Spænska deildin hefur ákveðið að fresta allavega næstu tveimur umferðum úrvalsdeildarinnar en óvíst er hvað gerist að þeirri frestun lokinni. 

Kórónuveiran er að hafa áhrif um allan heim en tveimur leikjum Evrópudeildarinnar sem fram áttu að fara í kvöld hefur verið frestað. Sem og leik Manchester City og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni sem átti að fara fram í gær. Þá greindist Daniel Rugani, leikmaður Juventus, með veiruna í gærkvöld.

Ljóst er að íþróttaviðburðir komandi vikna eiga á að hættu að vera frestað eftir fréttir undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×