Nú gæti kórónuveiran líka tekið EM sætið frá íslenska fótboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 08:30 Ísland á enn möguleika á að vera með á EM 2020 en það gæti breyst á neyðarfundi UEFA í næstu viku. vísir/daníel Kórónuveiran ógnar öllum íþróttaviðburðum í heiminum og þar á meðal er Evrópumótið í knattspyrnu í sumar þar sem okkur Íslendinga dreymir enn um að vera þátttakendur. Tuttugu þjóðir hafa tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar og fjögur sæti eru enn laus. Fjögur umspil áttu að skera út um það hvert þeir farseðlar fara og áttu að fara fram í lok þessa mánaðar. Nú er umspilið í uppnámi sem og öll knattspyrnumót á vegum UEFA. Euro 2020 on verge of being postponed to 2021 or cancelled altogether due to coronavirus crisis | @ben_rumsby https://t.co/yCQ2h6pmz7— Telegraph Football (@TeleFootball) March 12, 2020 Erlendir fréttamiðlar sögðu frá því í gær að Knattspyrnusamband Evrópu ætli að halda neyðarfund með öllum landssamböndum sínum og fulltrúum allra deilda og keppna á þriðjudaginn til að leita að lausnum til að klára keppnistímabilið og finna stað fyrir Evrópumótið. Mestar líkur voru sagðar á því að Evrópumótinu yrði frestað um eitt ár og með því yrði til tími í vor og sumar til að klára keppnir sem eru í gangi, hvort sem það eru deildirnar heima fyrir eða Evrópukeppnirnar. Það eru samt aðrar leiðir sem koma til greina eins og kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu. Uefa will hold an emergency meeting on Tuesday and will discuss the possibility of postponing Euro 2020 by one year. More: https://t.co/VuZ0QMlKSI pic.twitter.com/SsSeorjpBX— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Breska ríkisútvarpið segir frá því í frétt sinni um neyðarfundinn að það komi líka til greina að fresta umspilsleikjunum fram í júní en líka að sleppa þeim alveg og vera bara með tuttugu þjóða Evrópumót. Það er samt ekki líklegt að það verði mjög vinsælt á fundinum þar sem sextán þjóðir taka þátt í umspilinu og með því væri verið að taka frá þeim EM drauminn og gríðarlega mikla peninga. Knattspyrnusamband Evrópu er samt að setja það í forgang að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina og háværustu raddirnar eru að svo að það sé möguleiki sé eina leiðin að færa EM yfir á næsta sumar. Uefa to consider postponing Euro 2020 until next summer over coronavirus @ed_aarons https://t.co/aEo7pntYWS— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 EM á að fara fram í sumar frá 12. júní til 12. júlí en svo má ekki gleyma því að næsta sumar fer fram Evrópumót kvenna frá 11. júlí til 1. ágúst. UEFA gæti vissulega aflýst Evrópumótinu í heilu lagi en það er mjög ólíkleg niðurstaða enda myndi það þýða gríðarlegt tekjutap fyrir sambandið sem er með miklar skuldbindingar því tengdu. EM 2020 í fótbolta Wuhan-veiran Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira
Kórónuveiran ógnar öllum íþróttaviðburðum í heiminum og þar á meðal er Evrópumótið í knattspyrnu í sumar þar sem okkur Íslendinga dreymir enn um að vera þátttakendur. Tuttugu þjóðir hafa tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar og fjögur sæti eru enn laus. Fjögur umspil áttu að skera út um það hvert þeir farseðlar fara og áttu að fara fram í lok þessa mánaðar. Nú er umspilið í uppnámi sem og öll knattspyrnumót á vegum UEFA. Euro 2020 on verge of being postponed to 2021 or cancelled altogether due to coronavirus crisis | @ben_rumsby https://t.co/yCQ2h6pmz7— Telegraph Football (@TeleFootball) March 12, 2020 Erlendir fréttamiðlar sögðu frá því í gær að Knattspyrnusamband Evrópu ætli að halda neyðarfund með öllum landssamböndum sínum og fulltrúum allra deilda og keppna á þriðjudaginn til að leita að lausnum til að klára keppnistímabilið og finna stað fyrir Evrópumótið. Mestar líkur voru sagðar á því að Evrópumótinu yrði frestað um eitt ár og með því yrði til tími í vor og sumar til að klára keppnir sem eru í gangi, hvort sem það eru deildirnar heima fyrir eða Evrópukeppnirnar. Það eru samt aðrar leiðir sem koma til greina eins og kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu. Uefa will hold an emergency meeting on Tuesday and will discuss the possibility of postponing Euro 2020 by one year. More: https://t.co/VuZ0QMlKSI pic.twitter.com/SsSeorjpBX— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Breska ríkisútvarpið segir frá því í frétt sinni um neyðarfundinn að það komi líka til greina að fresta umspilsleikjunum fram í júní en líka að sleppa þeim alveg og vera bara með tuttugu þjóða Evrópumót. Það er samt ekki líklegt að það verði mjög vinsælt á fundinum þar sem sextán þjóðir taka þátt í umspilinu og með því væri verið að taka frá þeim EM drauminn og gríðarlega mikla peninga. Knattspyrnusamband Evrópu er samt að setja það í forgang að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina og háværustu raddirnar eru að svo að það sé möguleiki sé eina leiðin að færa EM yfir á næsta sumar. Uefa to consider postponing Euro 2020 until next summer over coronavirus @ed_aarons https://t.co/aEo7pntYWS— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 EM á að fara fram í sumar frá 12. júní til 12. júlí en svo má ekki gleyma því að næsta sumar fer fram Evrópumót kvenna frá 11. júlí til 1. ágúst. UEFA gæti vissulega aflýst Evrópumótinu í heilu lagi en það er mjög ólíkleg niðurstaða enda myndi það þýða gríðarlegt tekjutap fyrir sambandið sem er með miklar skuldbindingar því tengdu.
EM 2020 í fótbolta Wuhan-veiran Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira