Nú gæti kórónuveiran líka tekið EM sætið frá íslenska fótboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 08:30 Ísland á enn möguleika á að vera með á EM 2020 en það gæti breyst á neyðarfundi UEFA í næstu viku. vísir/daníel Kórónuveiran ógnar öllum íþróttaviðburðum í heiminum og þar á meðal er Evrópumótið í knattspyrnu í sumar þar sem okkur Íslendinga dreymir enn um að vera þátttakendur. Tuttugu þjóðir hafa tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar og fjögur sæti eru enn laus. Fjögur umspil áttu að skera út um það hvert þeir farseðlar fara og áttu að fara fram í lok þessa mánaðar. Nú er umspilið í uppnámi sem og öll knattspyrnumót á vegum UEFA. Euro 2020 on verge of being postponed to 2021 or cancelled altogether due to coronavirus crisis | @ben_rumsby https://t.co/yCQ2h6pmz7— Telegraph Football (@TeleFootball) March 12, 2020 Erlendir fréttamiðlar sögðu frá því í gær að Knattspyrnusamband Evrópu ætli að halda neyðarfund með öllum landssamböndum sínum og fulltrúum allra deilda og keppna á þriðjudaginn til að leita að lausnum til að klára keppnistímabilið og finna stað fyrir Evrópumótið. Mestar líkur voru sagðar á því að Evrópumótinu yrði frestað um eitt ár og með því yrði til tími í vor og sumar til að klára keppnir sem eru í gangi, hvort sem það eru deildirnar heima fyrir eða Evrópukeppnirnar. Það eru samt aðrar leiðir sem koma til greina eins og kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu. Uefa will hold an emergency meeting on Tuesday and will discuss the possibility of postponing Euro 2020 by one year. More: https://t.co/VuZ0QMlKSI pic.twitter.com/SsSeorjpBX— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Breska ríkisútvarpið segir frá því í frétt sinni um neyðarfundinn að það komi líka til greina að fresta umspilsleikjunum fram í júní en líka að sleppa þeim alveg og vera bara með tuttugu þjóða Evrópumót. Það er samt ekki líklegt að það verði mjög vinsælt á fundinum þar sem sextán þjóðir taka þátt í umspilinu og með því væri verið að taka frá þeim EM drauminn og gríðarlega mikla peninga. Knattspyrnusamband Evrópu er samt að setja það í forgang að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina og háværustu raddirnar eru að svo að það sé möguleiki sé eina leiðin að færa EM yfir á næsta sumar. Uefa to consider postponing Euro 2020 until next summer over coronavirus @ed_aarons https://t.co/aEo7pntYWS— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 EM á að fara fram í sumar frá 12. júní til 12. júlí en svo má ekki gleyma því að næsta sumar fer fram Evrópumót kvenna frá 11. júlí til 1. ágúst. UEFA gæti vissulega aflýst Evrópumótinu í heilu lagi en það er mjög ólíkleg niðurstaða enda myndi það þýða gríðarlegt tekjutap fyrir sambandið sem er með miklar skuldbindingar því tengdu. EM 2020 í fótbolta Wuhan-veiran Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Kórónuveiran ógnar öllum íþróttaviðburðum í heiminum og þar á meðal er Evrópumótið í knattspyrnu í sumar þar sem okkur Íslendinga dreymir enn um að vera þátttakendur. Tuttugu þjóðir hafa tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar og fjögur sæti eru enn laus. Fjögur umspil áttu að skera út um það hvert þeir farseðlar fara og áttu að fara fram í lok þessa mánaðar. Nú er umspilið í uppnámi sem og öll knattspyrnumót á vegum UEFA. Euro 2020 on verge of being postponed to 2021 or cancelled altogether due to coronavirus crisis | @ben_rumsby https://t.co/yCQ2h6pmz7— Telegraph Football (@TeleFootball) March 12, 2020 Erlendir fréttamiðlar sögðu frá því í gær að Knattspyrnusamband Evrópu ætli að halda neyðarfund með öllum landssamböndum sínum og fulltrúum allra deilda og keppna á þriðjudaginn til að leita að lausnum til að klára keppnistímabilið og finna stað fyrir Evrópumótið. Mestar líkur voru sagðar á því að Evrópumótinu yrði frestað um eitt ár og með því yrði til tími í vor og sumar til að klára keppnir sem eru í gangi, hvort sem það eru deildirnar heima fyrir eða Evrópukeppnirnar. Það eru samt aðrar leiðir sem koma til greina eins og kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu. Uefa will hold an emergency meeting on Tuesday and will discuss the possibility of postponing Euro 2020 by one year. More: https://t.co/VuZ0QMlKSI pic.twitter.com/SsSeorjpBX— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Breska ríkisútvarpið segir frá því í frétt sinni um neyðarfundinn að það komi líka til greina að fresta umspilsleikjunum fram í júní en líka að sleppa þeim alveg og vera bara með tuttugu þjóða Evrópumót. Það er samt ekki líklegt að það verði mjög vinsælt á fundinum þar sem sextán þjóðir taka þátt í umspilinu og með því væri verið að taka frá þeim EM drauminn og gríðarlega mikla peninga. Knattspyrnusamband Evrópu er samt að setja það í forgang að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina og háværustu raddirnar eru að svo að það sé möguleiki sé eina leiðin að færa EM yfir á næsta sumar. Uefa to consider postponing Euro 2020 until next summer over coronavirus @ed_aarons https://t.co/aEo7pntYWS— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 EM á að fara fram í sumar frá 12. júní til 12. júlí en svo má ekki gleyma því að næsta sumar fer fram Evrópumót kvenna frá 11. júlí til 1. ágúst. UEFA gæti vissulega aflýst Evrópumótinu í heilu lagi en það er mjög ólíkleg niðurstaða enda myndi það þýða gríðarlegt tekjutap fyrir sambandið sem er með miklar skuldbindingar því tengdu.
EM 2020 í fótbolta Wuhan-veiran Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira