Enski boltinn

Neyðar­fundur hjá ensku úr­vals­deildinni á morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Líklegt er að deildin verði sett á pásu.
Líklegt er að deildin verði sett á pásu. vísir/getty
Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun.

Neyðarfundurinn var staðfestur eftir að Arsenal greindi frá því í kvöld að Arteta væri kominn með kórónaveiruna. Hann sem og leikmenn og starfsfólk félagsins eru nú á leið í einangrun.







Jason Burt, blaðamaður Telegraph, hefur það eftir heimildum sínum að hlé verði gert á deildinni eftir fundinn á morgun en heil umferð átti að fara fram um helgina.







Gary Neville, fyrrum leikmaður Man. United og nú sparkspekingur Sky Sports, hefur verið harðorður í garð stjórnenda deildarinnar.

Hann segir að það sé vandræðalegt að hálfu deildarinnar að hún sé fyrst sett á pásu þegar einn þjálfari deildarinnar fái veiruna.








Tengdar fréttir

Enn ekkert íþróttabann á Englandi

Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út.

Arteta með kórónuveiruna

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×