Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 07:53 Frá mótmælum gærdagsins í Madríd. EPA/DANIEL PEREZ Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. Mótmælendur óku í gegnum höfuðborg Spánar, Madríd, og veifuðu spænska fánanum. Það var krafa þeirra að samfélagslegum takmörkunum í borginni yrði aflétt og að Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins úr flokki sósíalista, segði af sér embætti. Mótmælin, sem hvatt var til af öfgahægriflokknum Vox, byggja á því að takmarkanirnar sé til þess fallnar að fara illa með atvinnulíf og efnahag landsins. Santiago Abascal, leiðtogi flokksins, leiddi mótmælin í opinni rútu. Hann var með andlitsgrímu og sagði ríkisstjórnina „beinlínis ábyrga fyrir verstu viðbrögðum við faraldrinum í öllum heiminum.“ Tæplega ein milljón Spánverja missti vinnuna í mars, og hagspár gera ráð fyrir því að efnahagur Spánar dragist saman um allt að 12 prósent á þessu ári sökum faraldursins. Slakað var á helstu samfélagslegu takmörkunum í landinu um miðjan mars, en íbúar tveggja fjölmennustu borga Spánar, Madríd og Barcelona, hafa áfram mátt sæta harðari takmarkana, vegna fjölda kórónuveirutilfella innan þeirra. Á mánudag verður þó slakað á höftum þar, og fólki leyft að snæða utandyra og hittast í allt að tíu manna hópum. Í gær tilkynnti Sánchez um tvenns konar fyrirhugaðar tilslakanir á samfélagslegum takmörkunum. Annars vegar sagði hann að knattspyrnuyfirvöld hefðu fengið grænt ljós á að hefja spænsku deildarkeppnina frá 8. júní og hins vegar að Spánn yrði opnaður fyrir ferðamönnum í júlí. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spænski boltinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. Mótmælendur óku í gegnum höfuðborg Spánar, Madríd, og veifuðu spænska fánanum. Það var krafa þeirra að samfélagslegum takmörkunum í borginni yrði aflétt og að Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins úr flokki sósíalista, segði af sér embætti. Mótmælin, sem hvatt var til af öfgahægriflokknum Vox, byggja á því að takmarkanirnar sé til þess fallnar að fara illa með atvinnulíf og efnahag landsins. Santiago Abascal, leiðtogi flokksins, leiddi mótmælin í opinni rútu. Hann var með andlitsgrímu og sagði ríkisstjórnina „beinlínis ábyrga fyrir verstu viðbrögðum við faraldrinum í öllum heiminum.“ Tæplega ein milljón Spánverja missti vinnuna í mars, og hagspár gera ráð fyrir því að efnahagur Spánar dragist saman um allt að 12 prósent á þessu ári sökum faraldursins. Slakað var á helstu samfélagslegu takmörkunum í landinu um miðjan mars, en íbúar tveggja fjölmennustu borga Spánar, Madríd og Barcelona, hafa áfram mátt sæta harðari takmarkana, vegna fjölda kórónuveirutilfella innan þeirra. Á mánudag verður þó slakað á höftum þar, og fólki leyft að snæða utandyra og hittast í allt að tíu manna hópum. Í gær tilkynnti Sánchez um tvenns konar fyrirhugaðar tilslakanir á samfélagslegum takmörkunum. Annars vegar sagði hann að knattspyrnuyfirvöld hefðu fengið grænt ljós á að hefja spænsku deildarkeppnina frá 8. júní og hins vegar að Spánn yrði opnaður fyrir ferðamönnum í júlí.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spænski boltinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira