Fótbolti

Spænski boltinn fær grænt ljós frá 8. júní

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lionel Messi fagnar væntanlega nýjustu tíðindum.
Lionel Messi fagnar væntanlega nýjustu tíðindum. vísir/getty

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hefur staðfest að knattspyrnuyfirvöld hafi fengið grænt ljós frá stjórnvöldum að setja fótboltann aftur af stað frá 8. júní.

Spánn er eitt þeirra landa sem hefur farið afar illa út úr kórónuveirunni en útgöngubann hefur ríkt í landinu frá því í mars.

Knattspyrnulið landsins snéru þó til æfinga fyrr í þessum mánuði og æfa í litlum hópum.

Nú hefur Sanchez staðfest að það megi spila leiki frá og með 8. júní en ekki hefur verið spilað í efstu deildum Spánar frá 10. mars.

Ellefu umferðir eru eftir af deildinni en Real Madrid er tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×