Erlent

Yfir fjörutíu smituðust af Covid-19 í messu

Sylvía Hall skrifar
Messan var haldin í baptistakirkju í Frankfurt.
Messan var haldin í baptistakirkju í Frankfurt. Vísir/Getty

Yfir fjörtuíu manns greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 eftir að hafa mætt í messu í Frankfurt í Þýskalandi fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram á vef Reuters en heilbrigðisyfirvöld í borginni staðfesta þetta.

Flest þeirra smituðu eru með væg einkenni að sögn yfirvalda. Aðeins einn hefur verið lagður inn á sjúkrahús eftir smitið en messan fór fram þann 10. maí.

Að sögn heilbrigðisyfirvalda braut samkoman ekki gegn tilmælum yfirvalda en kirkjum á svæðinu hefur verið heimilt að halda messur frá og með 1. maí, svo lengi sem þær fylgja sóttvarnaleiðbeiningum og fjarlægðartakmörkunum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×