Erlent

Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19

Andri Eysteinsson skrifar
Rannsóknir sýndu notagildi lyfsins gegn kórónuveirunni.
Rannsóknir sýndu notagildi lyfsins gegn kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm

Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þeim sjúklingum sem fengu lyfið batnaði fyrr en þeim sem fengu það ekki, þá sýna niðurstöðurnar að líkur á andláti minnki töluvert með notkun lyfsins.

Rúv greindi fyrst frá niðurstöðum rannsóknarinnar og ræddi við Má Kristjánsson, yfirmann smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Sagði Már að lyfið væri til hér á landi en hafi þó ekki verið notað. Niðurstöður rannsóknarinnar væru góðar fréttir.

Teknar eru saman niðurstöður rannsóknar á lyfinu í frétt DR. Þar segir að rannsókn hafi verið gerð á 321 sjúkling sem var alvarlega veikur af Covid-19. 222 þeirra fengu Remdesivir en aðrir ekki.

Fjórir þeirra sjúklinga sem fengu lyfið létust af völdum sjúkdómsins en af þeim 199 sem ekki fengu lyfið létust 19. Danskir læknar hafa lýst niðurstöðunni sem uppgötvun ársins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×