Erlent

Þjóðar­morðið í Rúanda: Fundu líkams­leifar Bizimana í Vestur-Kongó

Atli Ísleifsson skrifar
Capture

Líkamsleifar Augustin Bizimana, eins þeirra sem hefur verið í hópi efstu manna á lista yfir eftirlýsta menn vegna þjóðarmorðsins í Rúanda árið 1994, hafa fundist í Vestur-Kongó.

Saksóknari á vegum Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu og segir að lífsýni sýni fram á að Bizimana hafi verið látinn í um tuttugu ár.

Bizimana var dómsmálaráðherra Rúanda þegar um 800 þúsund Tútsar voru drepnir á um hundrað dögum árið 1994. Hann var ákærður fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna árið 1998. Ákæran var í þrettán liðum þar sem hann var sakaður um þjóðarmorð, morð, nauðgun og pyndingar.

Tilkynningin um fundinn kemur nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um að Félicien Kabuga, einn af lykilmönnunum í Hútastjórninni sem ábyrgð bar á þjóðarmorðinu, hafi verið handtekinn í úthverfi Parísarborgar.

Kabuga var einn þeirra sem fjármagnaði herferð Húta og var hann með sterk tengsl við Juvénal Habyarimana, þáverandi forseta, og stofnaði útvarpsstöðina RTLM sem útvarpaði rasískum hatursáróðri sem beindist gegn Tútsum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×