Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2020 12:29 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. Nú er rannsakað hvort Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt í húsinu og lík hennar svo flutt burtu í bíl. Þetta herma heimildir norska dagblaðsins VG. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á Anne-Elisabeth í lok apríl en var sleppt úr gæsluvarðhaldi í byrjun þessa mánaðar. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en lögregla gengur nú út frá því að Tom Hagen hafi sviðsett mannránið, ef til vill í félagi við aðra, til að hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Í frétt VG sem birt var í gær segir að aðalkenning lögreglu nú snúi að því að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt inni á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. Ýmislegt á vettvangi bendi til þess, m.a. föt Anne-Elisabeth sem þar fundust, merki um að eitthvað hafi verið dregið eftir gólfinu sem og lífsýni úr Anne-Elisabeth inni á heimilinu. Lögreglumenn rannsaka heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn á leið til vinnu 28. apríl.Vísir/EPA Lögregla rannsakar nú heimili Hagen-hjónanna sem morðvettvang og hefur það enn til umráða. Tom Hagen hefur þannig ekki enn fengið að snúa heim til sín eftir að honum var sleppt úr haldi. Líkamsleifar Anne-Elisabeth hafa ekki fundist og því getur lögregla ekki slegið neinu föstu um dánarorsök. Þá er lögreglu eðli málsins samkvæmt ekki heldur unnt að fullyrða að hún hafi verið myrt, þó að flest þyki benda til þess. Svein Holden verjandi Tom Hagen segir í samtali við VG, inntur eftir viðbrögðum við kenningu lögreglu, að ekkert bendi í raun til þess að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu. Það sé allt eins líklegt að henni hafi verið ráðinn bani utan heimilisins. Þá hafi lögregla heldur engar forsendur til að ætla að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt, að hans mati. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. Nú er rannsakað hvort Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt í húsinu og lík hennar svo flutt burtu í bíl. Þetta herma heimildir norska dagblaðsins VG. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á Anne-Elisabeth í lok apríl en var sleppt úr gæsluvarðhaldi í byrjun þessa mánaðar. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en lögregla gengur nú út frá því að Tom Hagen hafi sviðsett mannránið, ef til vill í félagi við aðra, til að hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Í frétt VG sem birt var í gær segir að aðalkenning lögreglu nú snúi að því að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt inni á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. Ýmislegt á vettvangi bendi til þess, m.a. föt Anne-Elisabeth sem þar fundust, merki um að eitthvað hafi verið dregið eftir gólfinu sem og lífsýni úr Anne-Elisabeth inni á heimilinu. Lögreglumenn rannsaka heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn á leið til vinnu 28. apríl.Vísir/EPA Lögregla rannsakar nú heimili Hagen-hjónanna sem morðvettvang og hefur það enn til umráða. Tom Hagen hefur þannig ekki enn fengið að snúa heim til sín eftir að honum var sleppt úr haldi. Líkamsleifar Anne-Elisabeth hafa ekki fundist og því getur lögregla ekki slegið neinu föstu um dánarorsök. Þá er lögreglu eðli málsins samkvæmt ekki heldur unnt að fullyrða að hún hafi verið myrt, þó að flest þyki benda til þess. Svein Holden verjandi Tom Hagen segir í samtali við VG, inntur eftir viðbrögðum við kenningu lögreglu, að ekkert bendi í raun til þess að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu. Það sé allt eins líklegt að henni hafi verið ráðinn bani utan heimilisins. Þá hafi lögregla heldur engar forsendur til að ætla að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt, að hans mati.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36
Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11