Íslenski boltinn

„Björn Daníel gat eiginlega ekki neitt á síðustu leiktíð“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson fann ekki taktinn með FH á síðasta tímabili.
Björn Daníel Sverrisson fann ekki taktinn með FH á síðasta tímabili. vísir/bára

Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingar Pepsi Max-markanna, segja að Björn Daníel Sverrisson verði að spila miklu betur fyrir FH á þessu tímabili en hann gerði á því síðasta.

Björn Daníel kom aftur til FH í fyrra eftir nokkur ár í atvinnumennsku erlendis en náði sér engan veginn á strik.

„Björn Daníel, með fullri virðingu því hann er frábær leikmaður, gat eiginlega ekki neitt á síðustu leiktíð. Hann á að gera miklu betur,“ sagði Reynir í fyrsta upphitunarþætti Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla. 

Tómas Ingi tók í sama streng og sagði að Björn Daníel hefði hlaupið á sama vegg og aðrir leikmenn hafi gert við heimkomu úr atvinnumennsku erlendis.

„Þetta er einn af þeim sem kemur heim og er ekkert tilbúinn til þess og það verður bara leiðinlegt. Það er erfiðara að koma heim úr atvinnumennsku en menn gera sér grein fyrir,“ sagði Tómas Ingi.

„Þeir ætla kannski að taka þetta pínu létt í byrjun. Svo fatta þeir að þetta er ekkert létt og þá er ekkert aftur snúið.“

Þrátt fyrir vonbrigði síðasta tímabils eru þeir Reynir og Tómas Ingi sannfærðir um að Björn Daníel spili vel í sumar.

„Ég held að hann verði frábær,“ sagði Reynir um Björn Daníel sem var gerður að fyrirliða FH eftir að Davíð Þór Viðarsson lagði skóna á hilluna.

Klippa: Pepsi Max-mörkin - Umræða um Björn Daníel


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.