Erlent

Bann verði lagt við land­ráðum og upp­reisnar­á­róðri í Hong Kong

Atli Ísleifsson skrifar
Baráttumenn fyrir auknu lýðræði í Hong Kong hafa þegar mótmælt gjörningnum og óttast er að ný mótmælaalda blossi upp.
Baráttumenn fyrir auknu lýðræði í Hong Kong hafa þegar mótmælt gjörningnum og óttast er að ný mótmælaalda blossi upp. Getty

Ný löggjöf um öryggismál fyrir Hong Kong var samþykkt á ársþingi Kínverska kommúnistaflokksins í morgun þar sem bann er lagt við landráðum og uppreisnaráróðri.

Stjórnarskrá Hong Kong hefur raunar alltaf gert ráð fyrir slíkri lagasetningu en hún hefur aldrei komist í gegnum þingið þar í landi frá því Kína tók við stjórnartaumunum í Hong Kong af Bretum árið 1997. Íbúar Hong Kong hafa hingað til búið við meira lýðræði en aðrir íbúar Kína.

Nú virðast kínversk stjórnvöld ætla að þröngva löggjöfinni upp á íbúa svæðisins, en mótmæli gegn kínverskum stjórnvöldum hafa verið tíð þar undanfarið.

Baráttumenn fyrir auknu lýðræði í Hong Kong hafa þegar mótmælt gjörningnum og óttast er að ný mótmælaalda blossi upp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×