Erlent

Bann verði lagt við land­ráðum og upp­reisnar­á­róðri í Hong Kong

Atli Ísleifsson skrifar
Baráttumenn fyrir auknu lýðræði í Hong Kong hafa þegar mótmælt gjörningnum og óttast er að ný mótmælaalda blossi upp.
Baráttumenn fyrir auknu lýðræði í Hong Kong hafa þegar mótmælt gjörningnum og óttast er að ný mótmælaalda blossi upp. Getty

Ný löggjöf um öryggismál fyrir Hong Kong var samþykkt á ársþingi Kínverska kommúnistaflokksins í morgun þar sem bann er lagt við landráðum og uppreisnaráróðri.

Stjórnarskrá Hong Kong hefur raunar alltaf gert ráð fyrir slíkri lagasetningu en hún hefur aldrei komist í gegnum þingið þar í landi frá því Kína tók við stjórnartaumunum í Hong Kong af Bretum árið 1997. Íbúar Hong Kong hafa hingað til búið við meira lýðræði en aðrir íbúar Kína.

Nú virðast kínversk stjórnvöld ætla að þröngva löggjöfinni upp á íbúa svæðisins, en mótmæli gegn kínverskum stjórnvöldum hafa verið tíð þar undanfarið.

Baráttumenn fyrir auknu lýðræði í Hong Kong hafa þegar mótmælt gjörningnum og óttast er að ný mótmælaalda blossi upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.