Erlent

Trine Skei Grande segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Trine Skei Grande tók við formennsku í Venstre árið 2010.
Trine Skei Grande tók við formennsku í Venstre árið 2010. Getty

Trine Skei Grande, leiðtogi norska stjórnarflokksins Venstre, hefur ákveðið að segja af sér embætti sem leiðtogi flokksins. Þá mun hún einnig hverfa úr ríkisstjórn og ekki bjóða sig fram til endurkjörs í þeim þingkosningum sem fyrirhugaðar eru 2021.

Norskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Skei Grande hefur gegnt embætti menntamálaráðherra Noregs frá í janúar, en hún var þar áður menningarmálaráðherra í ríkisstjórn Ernu Solberg á árunum 2018 til 2020.

Skei Grande segir í samtali við Verdens Gang að hún hafi komist að þessari niðurstöðu um síðustu helgi. Best sé að annar taki við keflinu sem leiðtogi Venstre.

Fjölmargir innan Venstre hafa gagnrýnt Skei Grande fyrir stjórnarhætti hennar síðustu mánuð, en hún tók við formennsku í flokknum árið 2010.

Hægriflokkur Ernu Solberg forsætisráðherra, Venstre og Kristilegi þjóðarflokkurinn mynda nú ríkisstjórn í Noregi, en Framfaraflokkurinn sagði skilið við stjórnina fyrr á þessu ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×