Mollie Hughes sló heimsmet Vilborgar Örnu Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 09:42 Mollie Hughes var 58 daga á Suðurpólinn. Instagram/Hamish Frost Hin 29 ára gamla Mollie Hughes frá Skotland er yngsta konan til þess að komast ein á Suðurpólinn. Vilborg Arna Gissurardóttir átti áður metið en hún var 32 ára þegar hún skíðaði ein síns liðs á Suðurpólinn. Þetta staðfesti Mollie á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera komin á leiðarenda eftir um 58 daga langt ferðalag. After 58.5 days of skiing I am standing at the Geographic South Pole as the youngest woman EVER to ski solo from the coast of Antarctica to the Pole! | Find me with inReachhttps://t.co/bObamHtJfo— Mollie Hughes (@MollieJHughes) January 10, 2020 Hughes hefur áður slegið heimsmet þegar hún varð yngsta konan til þess að klífa bæði norður- og suðurhlið Everest aðeins 26 ára gömul. Hughes var með vistir sínar í sleða sem hún dró með sér en sleðinn vó um 105 kíló. Ferðin hófst við strendur Suðurskautslandsins og var rúmlega 1.100 kílómetra löng. Á ferð sinni þurfti Hughes að innbyrða 4.500 hitaeiningar á dag en þrátt fyrir það missti hún um fimmtán kíló á ferðalaginu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að hafa verið fjarri kærustu sinni og fjölskyldu yfir jól. Hún hlakki þó mest til að fara í sturtu og fá almennilegan mat í fyrsta skipti í tvo mánuði. Hún segir aðstæður hafa verið einstaklega erfiðar á pólnum þar sem frost fór niður í 45 gráður og vindhraði var allt að 28 m/s. Þá þurfti hún að glíma við hvítblindu í átta daga en hvítblinda er truflun á sjónskynjun sem veldur því að allt rennur saman í hvíta heild án skugga eða kennileita. Ferðin hafi því reynt mjög á þolmörk hennar. „Ég var mjög heppin að hafa ekki upplifað neinar meiriháttar hamfarir í ljósi þess sem getur gerst í þessum erfiðum aðstæðum,“ hefur BBC eftir Hughes. Suðurskautslandið Tengdar fréttir Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06 Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07 Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Hin 29 ára gamla Mollie Hughes frá Skotland er yngsta konan til þess að komast ein á Suðurpólinn. Vilborg Arna Gissurardóttir átti áður metið en hún var 32 ára þegar hún skíðaði ein síns liðs á Suðurpólinn. Þetta staðfesti Mollie á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera komin á leiðarenda eftir um 58 daga langt ferðalag. After 58.5 days of skiing I am standing at the Geographic South Pole as the youngest woman EVER to ski solo from the coast of Antarctica to the Pole! | Find me with inReachhttps://t.co/bObamHtJfo— Mollie Hughes (@MollieJHughes) January 10, 2020 Hughes hefur áður slegið heimsmet þegar hún varð yngsta konan til þess að klífa bæði norður- og suðurhlið Everest aðeins 26 ára gömul. Hughes var með vistir sínar í sleða sem hún dró með sér en sleðinn vó um 105 kíló. Ferðin hófst við strendur Suðurskautslandsins og var rúmlega 1.100 kílómetra löng. Á ferð sinni þurfti Hughes að innbyrða 4.500 hitaeiningar á dag en þrátt fyrir það missti hún um fimmtán kíló á ferðalaginu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að hafa verið fjarri kærustu sinni og fjölskyldu yfir jól. Hún hlakki þó mest til að fara í sturtu og fá almennilegan mat í fyrsta skipti í tvo mánuði. Hún segir aðstæður hafa verið einstaklega erfiðar á pólnum þar sem frost fór niður í 45 gráður og vindhraði var allt að 28 m/s. Þá þurfti hún að glíma við hvítblindu í átta daga en hvítblinda er truflun á sjónskynjun sem veldur því að allt rennur saman í hvíta heild án skugga eða kennileita. Ferðin hafi því reynt mjög á þolmörk hennar. „Ég var mjög heppin að hafa ekki upplifað neinar meiriháttar hamfarir í ljósi þess sem getur gerst í þessum erfiðum aðstæðum,“ hefur BBC eftir Hughes.
Suðurskautslandið Tengdar fréttir Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06 Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07 Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06
Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07
Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40