Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 18. janúar 2013 12:40 Vilborg Arna Gissurardóttir á göngunni. Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. Vilborg lauk göngunni um ellefuleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma en þá hafði hún lagt um 1140 kílómetra að baki. „Maður sér pólinn í töluverði fjarlægð áður en maður kemur að honum og maður fer að hugsa á síðustu metrunum, kólómetrunum. Þá er maður að fara yfir ferðina þannig að til skiptis þá brosir maður og svo koma tárin inn á milli og svo nær maður áfangastað og þá er í raun og veru bara vinna við að koma tjaldbúðum upp og þess háttar. En maður er alveg gríðarlega glaður í hjartanu. Í gær þegar ég skíðaði út að fánaborginni þá kemur sérstök tilfinning í hjartað," segir Vilborg. Vilborg er fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn en hún hafði mikla ánægju af að hitta og spjalla við fólk á áfangastað. „Ég er búin að vera úti í um 60 daga og hef hitt eina manneskju á leiðinni þannig að það er ótrúleg gaman og gott að vera komin í samfélag við fleira fólk," segir hún. Hún segist vera við góða heilsu þrátt fyrir að það hafi skipst á skin og skúrir á göngunni. „Ef það verður veður í dag þá verð ég sótt á pólinn og þá mun ég dvelja í búðum ALE væntanlega til 22. janúar, þá er næsta flug af suðurskautinu. Þá á ég flug nokkrum dögum seinna til Chile og verð væntanlega komin 26. eða 27. heim til Íslands," bætir hún við. Forseti Íslands sendi Vilborgu heillaóskir í morgun og var hún snortin þegar fréttamaður las fyrir hana orðsendinguna. „Vá æðislegt, frábært. Þetta yljar manni um hjartarætur," segir hún. Vilborgar Örnu gekk á Pólinn í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans og er hægt að heita á hana í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á lifsspor.is. Nú þegar hafa rúmar sjö milljónir safnast. „Ég er rosalega stolt og mér finnst þetta bara æðislegt og ég vil þakka öllum kærlega fyrir að taka þátt," segir Vilborg Arna Gissurardóttir. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. Vilborg lauk göngunni um ellefuleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma en þá hafði hún lagt um 1140 kílómetra að baki. „Maður sér pólinn í töluverði fjarlægð áður en maður kemur að honum og maður fer að hugsa á síðustu metrunum, kólómetrunum. Þá er maður að fara yfir ferðina þannig að til skiptis þá brosir maður og svo koma tárin inn á milli og svo nær maður áfangastað og þá er í raun og veru bara vinna við að koma tjaldbúðum upp og þess háttar. En maður er alveg gríðarlega glaður í hjartanu. Í gær þegar ég skíðaði út að fánaborginni þá kemur sérstök tilfinning í hjartað," segir Vilborg. Vilborg er fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn en hún hafði mikla ánægju af að hitta og spjalla við fólk á áfangastað. „Ég er búin að vera úti í um 60 daga og hef hitt eina manneskju á leiðinni þannig að það er ótrúleg gaman og gott að vera komin í samfélag við fleira fólk," segir hún. Hún segist vera við góða heilsu þrátt fyrir að það hafi skipst á skin og skúrir á göngunni. „Ef það verður veður í dag þá verð ég sótt á pólinn og þá mun ég dvelja í búðum ALE væntanlega til 22. janúar, þá er næsta flug af suðurskautinu. Þá á ég flug nokkrum dögum seinna til Chile og verð væntanlega komin 26. eða 27. heim til Íslands," bætir hún við. Forseti Íslands sendi Vilborgu heillaóskir í morgun og var hún snortin þegar fréttamaður las fyrir hana orðsendinguna. „Vá æðislegt, frábært. Þetta yljar manni um hjartarætur," segir hún. Vilborgar Örnu gekk á Pólinn í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans og er hægt að heita á hana í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á lifsspor.is. Nú þegar hafa rúmar sjö milljónir safnast. „Ég er rosalega stolt og mér finnst þetta bara æðislegt og ég vil þakka öllum kærlega fyrir að taka þátt," segir Vilborg Arna Gissurardóttir.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira