Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Kristján Már Unnarsson skrifar 7. janúar 2020 12:00 Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Skýrsluna, sem er 432 blaðsíður að lengd, má sjá á vef Skipulagsstofnunar en frestur til að gera skriflegar athugasemdir er til 17. febrúar árið 2020. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi fyrir jól, sýnir þessa vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á þessu ári, 550 milljónir króna árið 2020. Hér er sýnd veglína sem gerir ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund og færslu vegarins suður fyrir ána Pennu.Grafík/Vegagerðin. Í skýrslunni eru sýndar allt að sex mismunandi leiðir á helstu vegköflum. Einn valkostanna er að grafin verði 2,7 km löng jarðgöng efst á Dynjandisheiði, frá Norðdalsdá að Neðri-Vatnahvilft. Þá eru sýndir valkostir um þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund. Þrívíddarmyndir af mismunandi útfærslum má sjá í 133 blaðsíðna fylgiskjali. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endanlegt leiðarval en Vegagerðin segir það ráðast af niðurstöðum frummatsskýrslu, framkomnum umsögnum og athugasemdum við frummatsskýrsluna og samráði við leyfisveitendur. Möguleg veglína um Dynjandisvog. Fossinn Dynjandi sést til hægri.Grafík/Vegagerðin. Kaflinn milli Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði og Vatnsfjarðar, 40 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 29 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili. Í skýrslunni er rakið að núverandi vegi um Dynjandisheiði, sem fer hæst í 503 metra hæð yfir sjó, sé ekki haldið opnum yfir háveturinn. Sama gildi um Bíldudalsveg. Eru þeir sagðir „hættulegir malarvegir, með einbreiðum brúm, kröppum beygjum og bröttum brekkum“. Möguleg veglína um Dynjandisvog, séð út voginn frá núverandi vegi.Grafík/Vegagerðin. „Samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og Ísafjarðar eru því mjög slæmar, sérstaklega á veturna. Lélegar samgöngur hafa þau áhrif að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum sækja litla þjónustu til Ísafjarðar en gríðarmikla þjónustu til Reykjavíkur. Vegurinn er eini stofnvegur landsins sem tengir saman þéttbýlisstaði og er ekki opnaður reglulega að vetrarlagi (milli Vatnsfjarðar og Þingeyrar). Bíldudalsvegi á kaflanum frá Fossi í Fossfirði að Vestfjarðavegi í Helluskarði er ekki haldið opnum að vetrarlagi,“ segir í matsskýrslu Vegagerðarinnar. Möguleg veglína niður með Svíná þar sem vegurinn liggur af Dynjandisheiði niður í DynjandisvogGrafík/Vegagerðin. „Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða með heilsársvegi um Dynjandisheiði. Heilsárs hringleið um Vestfirði mun hafa veruleg jákvæð áhrif á samfélagið á Vestfjörðum,“ segir í niðurstöðum. Stöð 2 fjallaði um verkefnið þann 1. desember síðastliðinn í frétt sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Skýrsluna, sem er 432 blaðsíður að lengd, má sjá á vef Skipulagsstofnunar en frestur til að gera skriflegar athugasemdir er til 17. febrúar árið 2020. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi fyrir jól, sýnir þessa vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á þessu ári, 550 milljónir króna árið 2020. Hér er sýnd veglína sem gerir ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund og færslu vegarins suður fyrir ána Pennu.Grafík/Vegagerðin. Í skýrslunni eru sýndar allt að sex mismunandi leiðir á helstu vegköflum. Einn valkostanna er að grafin verði 2,7 km löng jarðgöng efst á Dynjandisheiði, frá Norðdalsdá að Neðri-Vatnahvilft. Þá eru sýndir valkostir um þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund. Þrívíddarmyndir af mismunandi útfærslum má sjá í 133 blaðsíðna fylgiskjali. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endanlegt leiðarval en Vegagerðin segir það ráðast af niðurstöðum frummatsskýrslu, framkomnum umsögnum og athugasemdum við frummatsskýrsluna og samráði við leyfisveitendur. Möguleg veglína um Dynjandisvog. Fossinn Dynjandi sést til hægri.Grafík/Vegagerðin. Kaflinn milli Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði og Vatnsfjarðar, 40 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 29 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili. Í skýrslunni er rakið að núverandi vegi um Dynjandisheiði, sem fer hæst í 503 metra hæð yfir sjó, sé ekki haldið opnum yfir háveturinn. Sama gildi um Bíldudalsveg. Eru þeir sagðir „hættulegir malarvegir, með einbreiðum brúm, kröppum beygjum og bröttum brekkum“. Möguleg veglína um Dynjandisvog, séð út voginn frá núverandi vegi.Grafík/Vegagerðin. „Samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og Ísafjarðar eru því mjög slæmar, sérstaklega á veturna. Lélegar samgöngur hafa þau áhrif að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum sækja litla þjónustu til Ísafjarðar en gríðarmikla þjónustu til Reykjavíkur. Vegurinn er eini stofnvegur landsins sem tengir saman þéttbýlisstaði og er ekki opnaður reglulega að vetrarlagi (milli Vatnsfjarðar og Þingeyrar). Bíldudalsvegi á kaflanum frá Fossi í Fossfirði að Vestfjarðavegi í Helluskarði er ekki haldið opnum að vetrarlagi,“ segir í matsskýrslu Vegagerðarinnar. Möguleg veglína niður með Svíná þar sem vegurinn liggur af Dynjandisheiði niður í DynjandisvogGrafík/Vegagerðin. „Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða með heilsársvegi um Dynjandisheiði. Heilsárs hringleið um Vestfirði mun hafa veruleg jákvæð áhrif á samfélagið á Vestfjörðum,“ segir í niðurstöðum. Stöð 2 fjallaði um verkefnið þann 1. desember síðastliðinn í frétt sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00