Fótbolti

Aðstoðarþjálfari Jóhanns Bergs með kórónuveiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Getty

Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur staðfest að Ian Woan, aðstoðarþjálfari félagsins, sé enn þeirra sex úr ensku úrvalsdeildinni sem greindist með kórónuveiruna.

Allt þjálfarateymi og leikmenn Burnley voru settir í próf um helgina þar sem þeir voru skannaðir fyrir veirunni og niðurstaðan úr prófi Woan var jákvæð.

Woan sem er 52 ára og spilaði sjálfur með Burnley er einkennalaus og mun nú fara í sóttkví næstu sjö daga en sex prófin af þeim 748 sem tekin voru reyndust jákvæð.

Nítján af tuttugu liðum deildarinnar tóku prófin um helgina en Norwich tók prófin í dag svo ekki er komin niðurstaða úr þeim. Flest lið enska boltans byrjuðu að æfa í dag í minni hópum og með fjarlægðartakmörkunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.