Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 23:41 Angela Merkel og Emmanuel Macron. EPA/ANDREAS GORA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Drögin fela í sér að öll 27 ríki Evrópusambandsins komi að sjóðinum og framkvæmdastjórnin dreifi úr honum með styrkjum. Með því hefur Merkel gefið eftir kröfur nágrannaríkja Þýskalands um að fjárhagsaðstoð vegna faraldursins komi í formi styrkja en ekki lána. Macron hefur einnig látið af kröfum sínum en hann hafði farið fram á að neyðarsjóðurinn yrði ein billjón evra. Miklar deilur hafa átt sér stað meðal aðildarríkja ESB að undanförnu varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu hafa þær deilur snúist um það hvort neyðaraðstoð vegna faraldursins eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Öll aðildarríki ESB þyrftu þó að samþykkja drögin og eins og bent er á í frétt Politico er óljóst að slík samstaða náist. Forsvarsmenn ríkja eins og Austurríkis, Hollands og Finnlands, hafa verið á móti styrkjum og munu líklega mótmæla tillögunum. Fyrr í dag tísti Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, eftir viðræður við ráðamenn í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Hann sagði ríkisstjórn sína ekki hafa breytt stefnu sinni. Austurríki væri tilbúið til að aðstoða aðrar þjóðir ESB með lánum. Our position remains unchanged. We are ready to help most affected countries with loans. We expect the updated #MFF to reflect the new priorities rather than raising the ceiling.— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) May 18, 2020 Það er þó ljóst að tilkynning Merkel og Macron þýðir að ákveðnum áfanga hafi verið náð. Í yfirlýsingu sagði Merkel mikilvægt að óvenjulegar aðstæður kalli eftir óvenjulegum aðgerðum. Macron sló á svipaða strengi og sagði aðstæðurnar fordæmalausar. „Veiran virðir ekki landamæri og hefur haft áhrif á alla Evrópu,“ sagði hann. Fyrr í þessum mánuði varaði framkvæmdastjórn ESB við því að útlit væri fyrir gífurlegan samdrátt í sambandinu. Sjá einnig: Vara við mesta samdrætti í sögu ESB Til stendur að leggja fram fullunnar tillögur að neyðarsjóðnum í næstu viku og verður það framkvæmdastjórnin sem gerir það. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ítrekaði í kvöld, samkvæmt frétt BBC, að vandi ESB væri mikill. Sá vandi er hvað mestur í sunnanverðri Evrópu og þá sérstaklega á Spáni og Ítalíu. Bæði ríkin hafa orðið harkalega fyrir barðinu á faraldrinum og sömuleiðis reiða bæði ríkin á ferðaþjónustu. Sá iðnaður er nú í miklum dvala og er óvíst hvenær hann kemst á skrið á nýjan leik. Einhverjir sérfræðingar segja að það verði í minnsta lagi þar til bóluefni við Covid-19 verður klárt. Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Drögin fela í sér að öll 27 ríki Evrópusambandsins komi að sjóðinum og framkvæmdastjórnin dreifi úr honum með styrkjum. Með því hefur Merkel gefið eftir kröfur nágrannaríkja Þýskalands um að fjárhagsaðstoð vegna faraldursins komi í formi styrkja en ekki lána. Macron hefur einnig látið af kröfum sínum en hann hafði farið fram á að neyðarsjóðurinn yrði ein billjón evra. Miklar deilur hafa átt sér stað meðal aðildarríkja ESB að undanförnu varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu hafa þær deilur snúist um það hvort neyðaraðstoð vegna faraldursins eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Öll aðildarríki ESB þyrftu þó að samþykkja drögin og eins og bent er á í frétt Politico er óljóst að slík samstaða náist. Forsvarsmenn ríkja eins og Austurríkis, Hollands og Finnlands, hafa verið á móti styrkjum og munu líklega mótmæla tillögunum. Fyrr í dag tísti Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, eftir viðræður við ráðamenn í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Hann sagði ríkisstjórn sína ekki hafa breytt stefnu sinni. Austurríki væri tilbúið til að aðstoða aðrar þjóðir ESB með lánum. Our position remains unchanged. We are ready to help most affected countries with loans. We expect the updated #MFF to reflect the new priorities rather than raising the ceiling.— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) May 18, 2020 Það er þó ljóst að tilkynning Merkel og Macron þýðir að ákveðnum áfanga hafi verið náð. Í yfirlýsingu sagði Merkel mikilvægt að óvenjulegar aðstæður kalli eftir óvenjulegum aðgerðum. Macron sló á svipaða strengi og sagði aðstæðurnar fordæmalausar. „Veiran virðir ekki landamæri og hefur haft áhrif á alla Evrópu,“ sagði hann. Fyrr í þessum mánuði varaði framkvæmdastjórn ESB við því að útlit væri fyrir gífurlegan samdrátt í sambandinu. Sjá einnig: Vara við mesta samdrætti í sögu ESB Til stendur að leggja fram fullunnar tillögur að neyðarsjóðnum í næstu viku og verður það framkvæmdastjórnin sem gerir það. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ítrekaði í kvöld, samkvæmt frétt BBC, að vandi ESB væri mikill. Sá vandi er hvað mestur í sunnanverðri Evrópu og þá sérstaklega á Spáni og Ítalíu. Bæði ríkin hafa orðið harkalega fyrir barðinu á faraldrinum og sömuleiðis reiða bæði ríkin á ferðaþjónustu. Sá iðnaður er nú í miklum dvala og er óvíst hvenær hann kemst á skrið á nýjan leik. Einhverjir sérfræðingar segja að það verði í minnsta lagi þar til bóluefni við Covid-19 verður klárt.
Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira