Innlent

Fimm dagar í röð án nýs smits

Kjartan Kjartansson skrifar
Tæplega 57.000 sýni hafa nú verið greind á veirufræðideild Landspítalans og hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Tæplega 57.000 sýni hafa nú verið greind á veirufræðideild Landspítalans og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, fimmta daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því, líkt og í gær, 1.802. Þá eru virk smit á landinu nú sex, líkt og í gær.

Aðeins sjö sýni voru greind í gær og var ekkert þeirra jákvætt. Alls hafa nú verið tekin 56.882 sýni frá upphafi faraldursins.

Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19 þessa stundina og hafa 1.786 náð bata. Fólki í sóttkví fækkar verulega á milli daga, úr 852 í 532. Alls hafa nú 20.102 lokið sóttkví.

Tíu hafa látist af völdum úr veirunnar.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14 í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Gestur fundarins verður Steinþór Einarsson frá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×