Erlent

Heil­brigðis­starfs­fólk í Belgíu sneri baki í for­sætis­ráð­herrann

Atli Ísleifsson skrifar
Capture

Starfsmenn Saint-Pierre sjúkrahússins í belgísku höfuðborginni Brussel ákváðu að snúa baki í forsætisráðherrann Sophie Wilmès og bílalest hennar þegar hún mætti í heimsókn þangað í gær.

Starfsmenn ákváðu að mótmæla forsætisráðherranum með þessum hætti þar sem þeir telji sig eigi skilið aukna viðurkenningu fyrir sitt framlag til baráttunnar við kórónuveiruna.

Sömuleiðis eru þeir andsnúnir tilskipun Wilmès sem felur í sér að fá réttindalausa einstaklinga til að ganga í störf hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum og þannig létta á heilbrigðisstarfsfólki í landinu.

Skráð smit í Belgíu eru nú rúmlega 55 þúsund og eru rúmlega níu þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 landinu. Dánartíðnin í landinu er ein sú hæsta í heiminum miðað við höfðatölu, en Wilmés hefur sagt að Belgar séu mögulega að oftelja dauðsföll vegna kórónuveirusmita.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×