Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 10:40 McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að engin ákvörðun um vitnaleiðslur verði tekin fyrr en eftir að réttarhöldin hefjast. Vísir/EPA Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins sem fer með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist tilbúinn að hefja réttarhöld yfir Donald Trump forseta þrátt fyrir að ekkert samkomulag liggi fyrir á milli flokkanna um hvernig þeim verði háttað. Kæra fulltrúadeildarinnar á hendur Trump fyrir embættisbrot hefur enn ekki verið send öldungadeildinni. Deilur hafa staðið yfir á milli demókrata og repúblikana um hvernig réttarhöldum öldungadeildarinnar yfir Trump verður háttað eftir að fulltrúadeildin samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í desember. Demókratar vilja að vitni verði kölluð til og ný sönnunargögn lögð fram en repúblikanar eru andsnúnir því. Þeir vilja hröð réttarhöld til að sýkna Trump sem fyrst. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir að hún muni ekki senda kærurnar til öldungadeildarinnar fyrr en ljóst verði hvernig réttarhöldunum verður háttað. Nú segir McConnell að hann sé reiðubúinn að láta réttarhöldin hefjast án samkomulags á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð til. Hann segist hafa stuðning nægilega margra þingmanna sinna til þess. Samkvæmt áformum hans verður ákvörðun um vitnaleiðslur ekki tekin fyrr en eftir fyrsta hluta réttarhaldanna, að sögn Washington Post. Trump var kærður fyrir embættisbrot í tveimur liðum í fulltrúadeildinni þar sem demókratar fara með meirihluta: annars vegar fyrir að misbeita valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins með því að koma í veg fyrir að það fengi aðgang að vitnum og gögnum. Enginn þingmaður repúblikana greiddi atkvæði með kærunum. Öldungadeildin réttar um kærur fyrir embættisbrot. Aukinn meirihluti þingmanna þarf að sakfella forsetann til að hann verði fundinn sekur og honum vikið úr embætti. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og tuttugu þeirra þyrftu að hlaupast undan merkjum til að Trump yrði sakfelldur. Afar ólíklegt þykir að það gerist. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins sem fer með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist tilbúinn að hefja réttarhöld yfir Donald Trump forseta þrátt fyrir að ekkert samkomulag liggi fyrir á milli flokkanna um hvernig þeim verði háttað. Kæra fulltrúadeildarinnar á hendur Trump fyrir embættisbrot hefur enn ekki verið send öldungadeildinni. Deilur hafa staðið yfir á milli demókrata og repúblikana um hvernig réttarhöldum öldungadeildarinnar yfir Trump verður háttað eftir að fulltrúadeildin samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í desember. Demókratar vilja að vitni verði kölluð til og ný sönnunargögn lögð fram en repúblikanar eru andsnúnir því. Þeir vilja hröð réttarhöld til að sýkna Trump sem fyrst. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir að hún muni ekki senda kærurnar til öldungadeildarinnar fyrr en ljóst verði hvernig réttarhöldunum verður háttað. Nú segir McConnell að hann sé reiðubúinn að láta réttarhöldin hefjast án samkomulags á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð til. Hann segist hafa stuðning nægilega margra þingmanna sinna til þess. Samkvæmt áformum hans verður ákvörðun um vitnaleiðslur ekki tekin fyrr en eftir fyrsta hluta réttarhaldanna, að sögn Washington Post. Trump var kærður fyrir embættisbrot í tveimur liðum í fulltrúadeildinni þar sem demókratar fara með meirihluta: annars vegar fyrir að misbeita valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins með því að koma í veg fyrir að það fengi aðgang að vitnum og gögnum. Enginn þingmaður repúblikana greiddi atkvæði með kærunum. Öldungadeildin réttar um kærur fyrir embættisbrot. Aukinn meirihluti þingmanna þarf að sakfella forsetann til að hann verði fundinn sekur og honum vikið úr embætti. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og tuttugu þeirra þyrftu að hlaupast undan merkjum til að Trump yrði sakfelldur. Afar ólíklegt þykir að það gerist.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira