Nota íslenska mæla til að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 23:00 Íslenskir mælar eru nýttir við rannsóknir á kórónuveirunni og þróun bóluefnis. Mælarnir hafa áður verið notaðir þegar unnið hefur verið að þróun bóluefna. Síðustu daga hefur pöntunum á mælum rignt yfir starfsmenn hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda. Fyrirtækið framleiðir sérstaka mæla sem hægt er að græða í dýr. Þeir sem eru að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni nota merði sem tilraunadýr. Merðir þykja með frekar svipuð öndunarfæri og menn. Því eru þeir heppileg tilraunadýr þar sem kórónuveiran leggst oft þungt á öndunarfæri fólks. „Okkar mælar hafa verið notaðir nokkuð reglulega við rannsóknir á svona hefðbundinni inflúensu og þessir aðilar sem við vinnum mikið með hafa sérhæft sig í öndunarfærasjúkdómum og kórónavírusinn telst til þeirrar flokkunar,“ segir Sigmar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Í fyrirtækinu vinna á þriðja tug manna.Vísir/Baldur Sigmar segir mælana gefa einstakt tækifæri til að fylgjast náið með líðan dýranna á meðan á rannsóknum stendur. „Með því að nota mæla sem að gefa tugþúsundir mælinga á hverju einasta dýri þá hefur tekist að fækka verulega dýrum sem eru notuð í dýraprófunum sem er bara frábært,“ segir Sigmar. Öll starfsemi og framleiðsla mælanna fer fram á Íslandi. Hann segir fyrirtækið vart anna eftirspurn og mögulega þurfi að forgangsraða verkefnum á næstunni til að koma til móts við þá sem eru að vinna að þróun bóluefnis. „Í rauninni mjög flott að okkar þekking og reynsla leggst á vogarskálarnar og vonandi hjálpar það til með þróun á þessu bóluefni og flýtir fyrir,“ segir Sigmar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Íslenskir mælar eru nýttir við rannsóknir á kórónuveirunni og þróun bóluefnis. Mælarnir hafa áður verið notaðir þegar unnið hefur verið að þróun bóluefna. Síðustu daga hefur pöntunum á mælum rignt yfir starfsmenn hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda. Fyrirtækið framleiðir sérstaka mæla sem hægt er að græða í dýr. Þeir sem eru að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni nota merði sem tilraunadýr. Merðir þykja með frekar svipuð öndunarfæri og menn. Því eru þeir heppileg tilraunadýr þar sem kórónuveiran leggst oft þungt á öndunarfæri fólks. „Okkar mælar hafa verið notaðir nokkuð reglulega við rannsóknir á svona hefðbundinni inflúensu og þessir aðilar sem við vinnum mikið með hafa sérhæft sig í öndunarfærasjúkdómum og kórónavírusinn telst til þeirrar flokkunar,“ segir Sigmar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Í fyrirtækinu vinna á þriðja tug manna.Vísir/Baldur Sigmar segir mælana gefa einstakt tækifæri til að fylgjast náið með líðan dýranna á meðan á rannsóknum stendur. „Með því að nota mæla sem að gefa tugþúsundir mælinga á hverju einasta dýri þá hefur tekist að fækka verulega dýrum sem eru notuð í dýraprófunum sem er bara frábært,“ segir Sigmar. Öll starfsemi og framleiðsla mælanna fer fram á Íslandi. Hann segir fyrirtækið vart anna eftirspurn og mögulega þurfi að forgangsraða verkefnum á næstunni til að koma til móts við þá sem eru að vinna að þróun bóluefnis. „Í rauninni mjög flott að okkar þekking og reynsla leggst á vogarskálarnar og vonandi hjálpar það til með þróun á þessu bóluefni og flýtir fyrir,“ segir Sigmar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira