Erlent

Ekki mikið um smit hjá framlínustarfsfólki í New York

Sylvía Hall skrifar
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York.
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. AP/John Minchillo

Nýjustu tilfelli smita af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í New York eru að stærstum hluta fólk sem hefur farið út úr húsi í ýmsum erindagjörðum. Þetta sagði Andrew Cuomo ríkisstjóri New York á daglegum upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn.

Hann segir lang algengast núna að fólk smitist eftir að hafa farið að versla, hreyfa sig eða umgangast fólk. Það séu fá dæmi um að framlínustarfsfólk séu að bera smit í aðra líkt og hann taldi vera líklegt í síðustu viku.

„Tíðni smita hjá framlínustarfsfólki er lægri en hjá almenningi og þessi nýju tilfelli eru einna helst að koma frá fólki sem eru ekki að vinna og eru heima,“ sagði Cuomo.

Daglegur fjöldi smita í ríkinu hefur verið á bilinu 2.100 og 2.500 samkvæmt tölum á vef Reuters. Að sögn Cuomo er verið að ráða þúsundir fólks í vinnu til þess að sinna smitrakningu, sem sé nauðsynlegt til að ná tökum á útbreiðslunni.

Til stendur að opna fyrir almenn viðskipti og þjónustu á fimm svæðum í ríkinu af tíu. Til þess að ríkjum sé það heimilt þarf ákveðinn starfsmanna að sinna smitrakningu miðað við íbúafjölda.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×