Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2020 06:43 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum í gær. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að faraldur kórónuveiru hafi nú náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum og kveðst búast við að sum ríki muni geta opnað á ný síðar í mánuðinum. Trump sagði á daglegum fréttamannafundi vegna veirunnar í gær að nýjar viðmiðunarreglur um tilslakanir verði kynntar í dag að loknum fundi hans með ríkisstjórum. Alls hafa nú 640 þúsund tilfelli kórónuveiru verið skráð í Bandaríkjunum og eru þar alls 30.800 dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. „Gögnin benda til þess að á landsvísu, þá höfum við náð toppnum þegar kemur að nýjum tilfellum,“ sagði Trump. „Vonandi heldur það áfram og við munum halda áfram að ná frábærum árangri.“ Aðspurður um ástæður mikils fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bandaríkjum sagði Trump að önnur ríki væru að ljúga til um fjölda dauðsfalla. Alls eru um 137 þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 á heimsvísu. „Trúir einhver í alvöru tölunum frá sumum þessara landa,“ spurði Trump og nefndi Kína sérstaklega í því sambandi. Nefndi forsetinn einnig að bandarísk stjórnvöld væru nú að sannreyna upplýsingar um hvort að veiran hafi raunverulega átt upptök sín á rannsóknarstofu, en ekki á matarmarkaði í Wuhan líkt og haldið hefur verið fram. Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, segir hins vegar að leyniþjónusta Bandaríkjanna telji líklegra að veiran hafi orðið til með náttúrulegum hætti. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að faraldur kórónuveiru hafi nú náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum og kveðst búast við að sum ríki muni geta opnað á ný síðar í mánuðinum. Trump sagði á daglegum fréttamannafundi vegna veirunnar í gær að nýjar viðmiðunarreglur um tilslakanir verði kynntar í dag að loknum fundi hans með ríkisstjórum. Alls hafa nú 640 þúsund tilfelli kórónuveiru verið skráð í Bandaríkjunum og eru þar alls 30.800 dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. „Gögnin benda til þess að á landsvísu, þá höfum við náð toppnum þegar kemur að nýjum tilfellum,“ sagði Trump. „Vonandi heldur það áfram og við munum halda áfram að ná frábærum árangri.“ Aðspurður um ástæður mikils fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bandaríkjum sagði Trump að önnur ríki væru að ljúga til um fjölda dauðsfalla. Alls eru um 137 þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 á heimsvísu. „Trúir einhver í alvöru tölunum frá sumum þessara landa,“ spurði Trump og nefndi Kína sérstaklega í því sambandi. Nefndi forsetinn einnig að bandarísk stjórnvöld væru nú að sannreyna upplýsingar um hvort að veiran hafi raunverulega átt upptök sín á rannsóknarstofu, en ekki á matarmarkaði í Wuhan líkt og haldið hefur verið fram. Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, segir hins vegar að leyniþjónusta Bandaríkjanna telji líklegra að veiran hafi orðið til með náttúrulegum hætti.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58
Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58
Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59