Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 14:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. Skipunin þykir einstök þar sem slíkt hefur aldrei verið gert áður og skatturinn á ekki að vera pólitísk stofnun. Þar að auki gæti skipunin dregið afhendingu ávísananna, samkvæmt sérfræðingum en Hvíta húsið segir að svo ætti ekki að vera. Skipunin var gefin út á mánudagskvöldið og kynnt starfsmönnum skattsins í gærmorgun en ríkið er að fara að senda út 1.200 dala ávísanir á tugi milljóna Bandaríkjamanna á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Washington Post hefur Trump lagt til að hann fái að kvitta undir ávísanirnar. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem forsetinn má ekki skrifa undir slík fjárútlát úr ríkissjóði. Óháðir embættismenn skrifa undir slíkt, til að tryggja að greiðslurnar séu ekki af pólitískum toga. Þess í stað verður nafn Trump prentað á annan stað á ávísununum. Þær verða svo sendar á Bandaríkjamenn sem hafa ekki veitt ríkinu upplýsingar um bankareikninga þeirra. Bush merkti ekki ávísanir Talskona Hvíta hússins sagði að ferlið væri á áætlun og það hafi í raun gengið hraðar fyrir sig en það gerði þegar yfirvöld Bandaríkjanna í stjórnartíð George W. Bush árið 2008 sendu sambærilegar ávísanir út. Þær ávísanir voru ekki merktar Bush og ekki heldur ávísanir sem ríkisstjórn hans sendi út árið 2001. Efnahagsaðgerðirnar voru samþykktar af þingmönnum beggja flokka, eftir langar viðræður. Trump hefur ítrekað sagt aðgerðirnar vera á vegum ríkisstjórnar hans. Gagnrýnendur forsetans segja hann vera að nota aðgerðirnar í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann sé að draga anga yfirvalda sem eigi ekki að koma nálægt pólitík, inn í pólitík. Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, beitti skattinum í eigin þágu og lét starfsmenn stofnunarinnar endurskoða marga af pólitískum andstæðingum hans, samþykkti þingið lög til að tryggja að stofnunin yrði ekki notuð í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. Skipunin þykir einstök þar sem slíkt hefur aldrei verið gert áður og skatturinn á ekki að vera pólitísk stofnun. Þar að auki gæti skipunin dregið afhendingu ávísananna, samkvæmt sérfræðingum en Hvíta húsið segir að svo ætti ekki að vera. Skipunin var gefin út á mánudagskvöldið og kynnt starfsmönnum skattsins í gærmorgun en ríkið er að fara að senda út 1.200 dala ávísanir á tugi milljóna Bandaríkjamanna á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Washington Post hefur Trump lagt til að hann fái að kvitta undir ávísanirnar. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem forsetinn má ekki skrifa undir slík fjárútlát úr ríkissjóði. Óháðir embættismenn skrifa undir slíkt, til að tryggja að greiðslurnar séu ekki af pólitískum toga. Þess í stað verður nafn Trump prentað á annan stað á ávísununum. Þær verða svo sendar á Bandaríkjamenn sem hafa ekki veitt ríkinu upplýsingar um bankareikninga þeirra. Bush merkti ekki ávísanir Talskona Hvíta hússins sagði að ferlið væri á áætlun og það hafi í raun gengið hraðar fyrir sig en það gerði þegar yfirvöld Bandaríkjanna í stjórnartíð George W. Bush árið 2008 sendu sambærilegar ávísanir út. Þær ávísanir voru ekki merktar Bush og ekki heldur ávísanir sem ríkisstjórn hans sendi út árið 2001. Efnahagsaðgerðirnar voru samþykktar af þingmönnum beggja flokka, eftir langar viðræður. Trump hefur ítrekað sagt aðgerðirnar vera á vegum ríkisstjórnar hans. Gagnrýnendur forsetans segja hann vera að nota aðgerðirnar í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann sé að draga anga yfirvalda sem eigi ekki að koma nálægt pólitík, inn í pólitík. Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, beitti skattinum í eigin þágu og lét starfsmenn stofnunarinnar endurskoða marga af pólitískum andstæðingum hans, samþykkti þingið lög til að tryggja að stofnunin yrði ekki notuð í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent