Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 14:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. Skipunin þykir einstök þar sem slíkt hefur aldrei verið gert áður og skatturinn á ekki að vera pólitísk stofnun. Þar að auki gæti skipunin dregið afhendingu ávísananna, samkvæmt sérfræðingum en Hvíta húsið segir að svo ætti ekki að vera. Skipunin var gefin út á mánudagskvöldið og kynnt starfsmönnum skattsins í gærmorgun en ríkið er að fara að senda út 1.200 dala ávísanir á tugi milljóna Bandaríkjamanna á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Washington Post hefur Trump lagt til að hann fái að kvitta undir ávísanirnar. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem forsetinn má ekki skrifa undir slík fjárútlát úr ríkissjóði. Óháðir embættismenn skrifa undir slíkt, til að tryggja að greiðslurnar séu ekki af pólitískum toga. Þess í stað verður nafn Trump prentað á annan stað á ávísununum. Þær verða svo sendar á Bandaríkjamenn sem hafa ekki veitt ríkinu upplýsingar um bankareikninga þeirra. Bush merkti ekki ávísanir Talskona Hvíta hússins sagði að ferlið væri á áætlun og það hafi í raun gengið hraðar fyrir sig en það gerði þegar yfirvöld Bandaríkjanna í stjórnartíð George W. Bush árið 2008 sendu sambærilegar ávísanir út. Þær ávísanir voru ekki merktar Bush og ekki heldur ávísanir sem ríkisstjórn hans sendi út árið 2001. Efnahagsaðgerðirnar voru samþykktar af þingmönnum beggja flokka, eftir langar viðræður. Trump hefur ítrekað sagt aðgerðirnar vera á vegum ríkisstjórnar hans. Gagnrýnendur forsetans segja hann vera að nota aðgerðirnar í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann sé að draga anga yfirvalda sem eigi ekki að koma nálægt pólitík, inn í pólitík. Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, beitti skattinum í eigin þágu og lét starfsmenn stofnunarinnar endurskoða marga af pólitískum andstæðingum hans, samþykkti þingið lög til að tryggja að stofnunin yrði ekki notuð í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. Skipunin þykir einstök þar sem slíkt hefur aldrei verið gert áður og skatturinn á ekki að vera pólitísk stofnun. Þar að auki gæti skipunin dregið afhendingu ávísananna, samkvæmt sérfræðingum en Hvíta húsið segir að svo ætti ekki að vera. Skipunin var gefin út á mánudagskvöldið og kynnt starfsmönnum skattsins í gærmorgun en ríkið er að fara að senda út 1.200 dala ávísanir á tugi milljóna Bandaríkjamanna á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Washington Post hefur Trump lagt til að hann fái að kvitta undir ávísanirnar. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem forsetinn má ekki skrifa undir slík fjárútlát úr ríkissjóði. Óháðir embættismenn skrifa undir slíkt, til að tryggja að greiðslurnar séu ekki af pólitískum toga. Þess í stað verður nafn Trump prentað á annan stað á ávísununum. Þær verða svo sendar á Bandaríkjamenn sem hafa ekki veitt ríkinu upplýsingar um bankareikninga þeirra. Bush merkti ekki ávísanir Talskona Hvíta hússins sagði að ferlið væri á áætlun og það hafi í raun gengið hraðar fyrir sig en það gerði þegar yfirvöld Bandaríkjanna í stjórnartíð George W. Bush árið 2008 sendu sambærilegar ávísanir út. Þær ávísanir voru ekki merktar Bush og ekki heldur ávísanir sem ríkisstjórn hans sendi út árið 2001. Efnahagsaðgerðirnar voru samþykktar af þingmönnum beggja flokka, eftir langar viðræður. Trump hefur ítrekað sagt aðgerðirnar vera á vegum ríkisstjórnar hans. Gagnrýnendur forsetans segja hann vera að nota aðgerðirnar í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann sé að draga anga yfirvalda sem eigi ekki að koma nálægt pólitík, inn í pólitík. Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, beitti skattinum í eigin þágu og lét starfsmenn stofnunarinnar endurskoða marga af pólitískum andstæðingum hans, samþykkti þingið lög til að tryggja að stofnunin yrði ekki notuð í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira