Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 14:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. Skipunin þykir einstök þar sem slíkt hefur aldrei verið gert áður og skatturinn á ekki að vera pólitísk stofnun. Þar að auki gæti skipunin dregið afhendingu ávísananna, samkvæmt sérfræðingum en Hvíta húsið segir að svo ætti ekki að vera. Skipunin var gefin út á mánudagskvöldið og kynnt starfsmönnum skattsins í gærmorgun en ríkið er að fara að senda út 1.200 dala ávísanir á tugi milljóna Bandaríkjamanna á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Washington Post hefur Trump lagt til að hann fái að kvitta undir ávísanirnar. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem forsetinn má ekki skrifa undir slík fjárútlát úr ríkissjóði. Óháðir embættismenn skrifa undir slíkt, til að tryggja að greiðslurnar séu ekki af pólitískum toga. Þess í stað verður nafn Trump prentað á annan stað á ávísununum. Þær verða svo sendar á Bandaríkjamenn sem hafa ekki veitt ríkinu upplýsingar um bankareikninga þeirra. Bush merkti ekki ávísanir Talskona Hvíta hússins sagði að ferlið væri á áætlun og það hafi í raun gengið hraðar fyrir sig en það gerði þegar yfirvöld Bandaríkjanna í stjórnartíð George W. Bush árið 2008 sendu sambærilegar ávísanir út. Þær ávísanir voru ekki merktar Bush og ekki heldur ávísanir sem ríkisstjórn hans sendi út árið 2001. Efnahagsaðgerðirnar voru samþykktar af þingmönnum beggja flokka, eftir langar viðræður. Trump hefur ítrekað sagt aðgerðirnar vera á vegum ríkisstjórnar hans. Gagnrýnendur forsetans segja hann vera að nota aðgerðirnar í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann sé að draga anga yfirvalda sem eigi ekki að koma nálægt pólitík, inn í pólitík. Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, beitti skattinum í eigin þágu og lét starfsmenn stofnunarinnar endurskoða marga af pólitískum andstæðingum hans, samþykkti þingið lög til að tryggja að stofnunin yrði ekki notuð í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. Skipunin þykir einstök þar sem slíkt hefur aldrei verið gert áður og skatturinn á ekki að vera pólitísk stofnun. Þar að auki gæti skipunin dregið afhendingu ávísananna, samkvæmt sérfræðingum en Hvíta húsið segir að svo ætti ekki að vera. Skipunin var gefin út á mánudagskvöldið og kynnt starfsmönnum skattsins í gærmorgun en ríkið er að fara að senda út 1.200 dala ávísanir á tugi milljóna Bandaríkjamanna á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Washington Post hefur Trump lagt til að hann fái að kvitta undir ávísanirnar. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem forsetinn má ekki skrifa undir slík fjárútlát úr ríkissjóði. Óháðir embættismenn skrifa undir slíkt, til að tryggja að greiðslurnar séu ekki af pólitískum toga. Þess í stað verður nafn Trump prentað á annan stað á ávísununum. Þær verða svo sendar á Bandaríkjamenn sem hafa ekki veitt ríkinu upplýsingar um bankareikninga þeirra. Bush merkti ekki ávísanir Talskona Hvíta hússins sagði að ferlið væri á áætlun og það hafi í raun gengið hraðar fyrir sig en það gerði þegar yfirvöld Bandaríkjanna í stjórnartíð George W. Bush árið 2008 sendu sambærilegar ávísanir út. Þær ávísanir voru ekki merktar Bush og ekki heldur ávísanir sem ríkisstjórn hans sendi út árið 2001. Efnahagsaðgerðirnar voru samþykktar af þingmönnum beggja flokka, eftir langar viðræður. Trump hefur ítrekað sagt aðgerðirnar vera á vegum ríkisstjórnar hans. Gagnrýnendur forsetans segja hann vera að nota aðgerðirnar í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann sé að draga anga yfirvalda sem eigi ekki að koma nálægt pólitík, inn í pólitík. Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, beitti skattinum í eigin þágu og lét starfsmenn stofnunarinnar endurskoða marga af pólitískum andstæðingum hans, samþykkti þingið lög til að tryggja að stofnunin yrði ekki notuð í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira