Ekki um skyndiákvörðun að ræða hjá leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2020 08:00 Gylfi Þór er meðal þeirra leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar sem kom að #PlayersTogether. EPA-EFE/Peter Powell Simon Francis, fyrirliði Bournemouth, segir í viðtali við BBC að ákvörðun leikmanna hafi ekki verið tekin í skyndi og þeir hafi þegar verið byrjaðir að undirbúa hvað gera skyldi þegar heilbrigðismálaráðherra Bretlands gagnrýndi þá fyrir að gefa ekki eftir hluta launa sinna. Íslensku landsliðsmennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru meðal þeirra 150 leikmanna sem hafa lagt sitt á vogarskálarnir í baráttunni gegn kórónufaraldrinum. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, gagnrýndi leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýverið og hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir. Francis segir að leikmenn hafi þegar verið byrjaðir að skipuleggja hvernig þeir gætu lagt sitt af mörkum. Francis segir að Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafi verið búinn að skipuleggja fund fyrirliða deildarinnar um hvað gera skyldi. Ræddu þeir saman á samfélagsmiðlunum Whatsapp og Zoom. „Jordan (Henderson) tók frumkvæðið og stakk upp á því að við myndum gera eitthvað saman. Við tóum allir strax undir það,“ sagði Francis í viðtalinu við BBC. Francis segir að hvert félag fyrir sig eigi eftir að ákveða hvert peningurinn þeirra fer. Hann nefnir til að mynda að leikmenn sem eigi fjölskyldur erlendis eða í heimalandi sínu vilji ef til vill gefa pening þangað. Myllumerkið #PlayersTogether má finna á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Instagram. Síðan Hancock gagnrýndi leikmenn hafa margir leikmenn deildarinnar stigið fram og sagt að það sé ekkert mál að leggja sitt af mörkum. Þeir vilji hins vegar vita hvert peningurinn þeirra fer. Þá hefur Wayne Rooney til að mynda bent á að ekki séu allir knattspyrnumenn jafnir og margir sem spili í neðri deildum hafi ekki mikið á milli handanna. Því sé óréttlátt að setja alla knattspyrnumenn undir sama hatt. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Af hverju eru fótboltamenn allt í einu blórabögglarnir?“ Það er verið að gera knattspyrnumenn að blórabögglum, skrifar Wayne Rooney í pistli í Sunday Times varðandi umræðu um það hvernig leikmenn geti best veitt fjárhagslegan stuðning í baráttunni vegna kórónuveirufaraldursins. 5. apríl 2020 12:45 Telur að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. 4. apríl 2020 21:45 Southampton fyrst allra í úrvalsdeildinni Enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hefur samið við alla leikmenn og þjálfara um launalækkun vegna fjárhagsörðugleika sem félagið glímir við um þessar mundir. 9. apríl 2020 20:00 Leikmenn Real Madrid taka á sig launalækkun Leikmenn spænska stórliðsins Real Madrid hafa tekið á sig tíu til tuttugu prósent launalækkun til að aðstoða félagið að takast á við þann fjárhagslega skell sem fylgir kórónufaraldrinum. 9. apríl 2020 17:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Simon Francis, fyrirliði Bournemouth, segir í viðtali við BBC að ákvörðun leikmanna hafi ekki verið tekin í skyndi og þeir hafi þegar verið byrjaðir að undirbúa hvað gera skyldi þegar heilbrigðismálaráðherra Bretlands gagnrýndi þá fyrir að gefa ekki eftir hluta launa sinna. Íslensku landsliðsmennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru meðal þeirra 150 leikmanna sem hafa lagt sitt á vogarskálarnir í baráttunni gegn kórónufaraldrinum. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, gagnrýndi leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýverið og hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir. Francis segir að leikmenn hafi þegar verið byrjaðir að skipuleggja hvernig þeir gætu lagt sitt af mörkum. Francis segir að Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafi verið búinn að skipuleggja fund fyrirliða deildarinnar um hvað gera skyldi. Ræddu þeir saman á samfélagsmiðlunum Whatsapp og Zoom. „Jordan (Henderson) tók frumkvæðið og stakk upp á því að við myndum gera eitthvað saman. Við tóum allir strax undir það,“ sagði Francis í viðtalinu við BBC. Francis segir að hvert félag fyrir sig eigi eftir að ákveða hvert peningurinn þeirra fer. Hann nefnir til að mynda að leikmenn sem eigi fjölskyldur erlendis eða í heimalandi sínu vilji ef til vill gefa pening þangað. Myllumerkið #PlayersTogether má finna á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Instagram. Síðan Hancock gagnrýndi leikmenn hafa margir leikmenn deildarinnar stigið fram og sagt að það sé ekkert mál að leggja sitt af mörkum. Þeir vilji hins vegar vita hvert peningurinn þeirra fer. Þá hefur Wayne Rooney til að mynda bent á að ekki séu allir knattspyrnumenn jafnir og margir sem spili í neðri deildum hafi ekki mikið á milli handanna. Því sé óréttlátt að setja alla knattspyrnumenn undir sama hatt.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Af hverju eru fótboltamenn allt í einu blórabögglarnir?“ Það er verið að gera knattspyrnumenn að blórabögglum, skrifar Wayne Rooney í pistli í Sunday Times varðandi umræðu um það hvernig leikmenn geti best veitt fjárhagslegan stuðning í baráttunni vegna kórónuveirufaraldursins. 5. apríl 2020 12:45 Telur að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. 4. apríl 2020 21:45 Southampton fyrst allra í úrvalsdeildinni Enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hefur samið við alla leikmenn og þjálfara um launalækkun vegna fjárhagsörðugleika sem félagið glímir við um þessar mundir. 9. apríl 2020 20:00 Leikmenn Real Madrid taka á sig launalækkun Leikmenn spænska stórliðsins Real Madrid hafa tekið á sig tíu til tuttugu prósent launalækkun til að aðstoða félagið að takast á við þann fjárhagslega skell sem fylgir kórónufaraldrinum. 9. apríl 2020 17:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
„Af hverju eru fótboltamenn allt í einu blórabögglarnir?“ Það er verið að gera knattspyrnumenn að blórabögglum, skrifar Wayne Rooney í pistli í Sunday Times varðandi umræðu um það hvernig leikmenn geti best veitt fjárhagslegan stuðning í baráttunni vegna kórónuveirufaraldursins. 5. apríl 2020 12:45
Telur að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. 4. apríl 2020 21:45
Southampton fyrst allra í úrvalsdeildinni Enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hefur samið við alla leikmenn og þjálfara um launalækkun vegna fjárhagsörðugleika sem félagið glímir við um þessar mundir. 9. apríl 2020 20:00
Leikmenn Real Madrid taka á sig launalækkun Leikmenn spænska stórliðsins Real Madrid hafa tekið á sig tíu til tuttugu prósent launalækkun til að aðstoða félagið að takast á við þann fjárhagslega skell sem fylgir kórónufaraldrinum. 9. apríl 2020 17:00