Fótbolti

Southampton fyrst allra í úrvalsdeildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Southampton brugðust vonandi betur við þegar þeim var tilkynnt að þeir þyrftu að taka á sig launalækkun.
Leikmenn Southampton brugðust vonandi betur við þegar þeim var tilkynnt að þeir þyrftu að taka á sig launalækkun. EPA-EFE/WILL OLIVER

Enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hefur samið við alla leikmenn og þjálfara um launalækkun vegna fjárhagsörðugleika sem félagið glímir við um þessar mundir.  

BBC greindi frá.

Leikmenn deildarinnar hafa ákveðið að gefa hluta launa sinna til góðgerðamála en Southampton er fyrsta félagið sem semur við alla sína leikmenn og þjálfarateymi um launalækkun.

Launalækkunin mun gilda í að lágmarki þrjá mánuði, frá apríl til júní. Nær hún aðeins til leikmanna og þjálfara. Þannig munu vallar- sem og aðrir starfsmenn félagsins fá full laun greidd.

Þá hefur Southampton gefið út að það muni ekki nýta sér neyðarúrræði bresku ríkisstjórnarinnar líkt og sum félög úrvalsdeildarinnar hafa nú þegar gert. Liverpool gerði það til að mynda en hefur dregið ákvörðun sína til baka eftir mikla gagnrýni.


Tengdar fréttir

Manchester-liðin fara ekki sömu leið og Liverpool

Manchester-liðin tvö, United og City, munu ekki fara sömu leið og nýta sér úrræði stjórnvalda til þess að borga starfsfólki sínu 80% af launum þeirra á meðan kórónuveirufaraldurinn stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×