Yfirlýsing frá ÍA: Stefna á að vinna sig út úr miklum vanda í góðri sátt við leikmenn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2020 15:48 Geir Þorsteinsson er nýtekinn við stjórnartaumunum hjá Knattspyrnufélagi ÍA. vísir/daníel Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis um launamál leikmanna liðsins. Í fréttinni kom fram að laun leikmanna ÍA hafi verið lækkuð verulega án samráðs við þá. Í yfirlýsingunni segir að í neyð hafi Knattspyrnufélag ÍA þurft að bregðast skjótt við erfiðum aðstæðum til að vernda starfsemi þess. Stjórn KFÍA hafi nýtt sér úrræði stjórnvalda um hlutabætur fyrir starfsmenn, leikmenn og þjálfara. Í yfirlýsingunni segir að leikmenn ÍA hafi verið boðaðir til fundar 28. mars þar sem þeim voru kynntar neyðaraðgerðir félagsins. Síðan hafi verið virkt samtal milli nokkurra fulltrúa leikmanna og stjórnar. Fram kemur að samningsbundir leikmenn hafi fengið leiðbeiningar um skráningu hjá Vinnumálastofnun og KFÍA hafi á þessari stundu ekki samið við leikmenn sína um skerðingu frá gerðum samningum. Þá segir einnig að félagið muni leitast eftir því að ná samkomulagi við leikmenn þegar ýmsar forsendur liggja fyrir. Er þar átt við rekstrarforsendur, hvenær æfingar hefjast á ný og hvernig mótahaldi verður háttað. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Knattspyrnufélag ÍA hefur í neyð orðið að bregðast hratt við erfiðum aðstæðum til að vernda starfsemi félagsins á krefjandi tímum. Stjórn Knattspyrnufélagsins ÍA ákvað að nýta sér úrræði stjórnvalda um hlutabætur fyrir starfsmenn, þjálfara og leikmenn félagsins en allt knattspyrnustarf hefur legið niðri frá því um miðjan mars skv. fyrirmælum yfirvalda um samkomubann. Allir leikmenn meistaraflokks karla voru boðaðir til fundar 28. mars sl. þar sem tilkynnt var um neyðaraðgerðir félagsins og síðan hefur verið virkt samtal milli nokkurra fulltrúa leikmanna og stjórnar. Samningsbundnir leikmenn félagsins fengu leiðbeiningar um skráningu hjá Vinnumálastofnun, en rétt er að taka fram að á þessari stundu hefur Knattspyrnufélag ÍA ekki samið við leikmenn sína um skerðingu frá gerðum samningum. Þá skal þess getið að samningar við leikmenn eru einstaklingsbundnir og mun félagið leita eftir samkomulagi við leikmenn þegar forsendur liggja fyrir eins og hvenær æfingar hefjast á nýjan leik, hvernig mótahaldi verður háttað og hvaða rekstrarforsendur blasi þá við. Knattspyrnufélag ÍA stefnir að því að vinna sig út úr miklum vanda í góðri sátt við starfsmenn, þjálfara og leikmenn félagsins. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Akranes ÍA Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis um launamál leikmanna liðsins. Í fréttinni kom fram að laun leikmanna ÍA hafi verið lækkuð verulega án samráðs við þá. Í yfirlýsingunni segir að í neyð hafi Knattspyrnufélag ÍA þurft að bregðast skjótt við erfiðum aðstæðum til að vernda starfsemi þess. Stjórn KFÍA hafi nýtt sér úrræði stjórnvalda um hlutabætur fyrir starfsmenn, leikmenn og þjálfara. Í yfirlýsingunni segir að leikmenn ÍA hafi verið boðaðir til fundar 28. mars þar sem þeim voru kynntar neyðaraðgerðir félagsins. Síðan hafi verið virkt samtal milli nokkurra fulltrúa leikmanna og stjórnar. Fram kemur að samningsbundir leikmenn hafi fengið leiðbeiningar um skráningu hjá Vinnumálastofnun og KFÍA hafi á þessari stundu ekki samið við leikmenn sína um skerðingu frá gerðum samningum. Þá segir einnig að félagið muni leitast eftir því að ná samkomulagi við leikmenn þegar ýmsar forsendur liggja fyrir. Er þar átt við rekstrarforsendur, hvenær æfingar hefjast á ný og hvernig mótahaldi verður háttað. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Knattspyrnufélag ÍA hefur í neyð orðið að bregðast hratt við erfiðum aðstæðum til að vernda starfsemi félagsins á krefjandi tímum. Stjórn Knattspyrnufélagsins ÍA ákvað að nýta sér úrræði stjórnvalda um hlutabætur fyrir starfsmenn, þjálfara og leikmenn félagsins en allt knattspyrnustarf hefur legið niðri frá því um miðjan mars skv. fyrirmælum yfirvalda um samkomubann. Allir leikmenn meistaraflokks karla voru boðaðir til fundar 28. mars sl. þar sem tilkynnt var um neyðaraðgerðir félagsins og síðan hefur verið virkt samtal milli nokkurra fulltrúa leikmanna og stjórnar. Samningsbundnir leikmenn félagsins fengu leiðbeiningar um skráningu hjá Vinnumálastofnun, en rétt er að taka fram að á þessari stundu hefur Knattspyrnufélag ÍA ekki samið við leikmenn sína um skerðingu frá gerðum samningum. Þá skal þess getið að samningar við leikmenn eru einstaklingsbundnir og mun félagið leita eftir samkomulagi við leikmenn þegar forsendur liggja fyrir eins og hvenær æfingar hefjast á nýjan leik, hvernig mótahaldi verður háttað og hvaða rekstrarforsendur blasi þá við. Knattspyrnufélag ÍA stefnir að því að vinna sig út úr miklum vanda í góðri sátt við starfsmenn, þjálfara og leikmenn félagsins.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Akranes ÍA Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira