ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 10:27 Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi. Vísir/EPA Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. Hann hvetur Evrópuríki til að gera ekki grundvallarbreytingar á kosningalögum innan við ári fyrir kosningar. Ríkisstjórn Laga og réttlætis (PiS) hefur verið gagnrýnd fyrir að setja pólitíska hagsmuni sína ofar lýðheilsu í tengslum við forsetakosningarnar sem fara fram 10. maí. Með sigri í kosningunum gæti flokkurinn staðfest umdeildar breytingar á réttarkerfi Póllands sem ESB hefur sagt stangast á við gildi réttarríkisins. Andrzej Duda, sitjandi forseti og bandamaður PiS mælist nú með forskot í skoðanakönnunum. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi, segist hafa áhyggjur af því hvort að kosningarnar í Póllandi verði frjálsar og sanngjarna, af gæði kosninganna, lögmæti þeirra og hvort þær standist stjórnarskrá. „Póstkosning er gríðarleg breyting og þetta er í fyrsta skipti sem slík aðferð er notuð og fólk er ekki vant henni,“ segir Jourova sem bendir á að ráðherraráð ESB hafi mælt með því að aðildarríkin krukki ekki í grundvallaratriðum kosningalaga á kosningaári. Hún hefur jafnframt verið gagnrýnin á breytingar PiS á réttarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið heldur því fram að lagabreytingunum sé ætlað að múlbinda dómara sem varpa fram efasemdum um tilnefningar nýrra dómara á grundvelli nýju laganna. Jourova lýsti breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu sem „eyðileggingu“ en ekki umbótum fyrr á þessu ári. Pólland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. Hann hvetur Evrópuríki til að gera ekki grundvallarbreytingar á kosningalögum innan við ári fyrir kosningar. Ríkisstjórn Laga og réttlætis (PiS) hefur verið gagnrýnd fyrir að setja pólitíska hagsmuni sína ofar lýðheilsu í tengslum við forsetakosningarnar sem fara fram 10. maí. Með sigri í kosningunum gæti flokkurinn staðfest umdeildar breytingar á réttarkerfi Póllands sem ESB hefur sagt stangast á við gildi réttarríkisins. Andrzej Duda, sitjandi forseti og bandamaður PiS mælist nú með forskot í skoðanakönnunum. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi, segist hafa áhyggjur af því hvort að kosningarnar í Póllandi verði frjálsar og sanngjarna, af gæði kosninganna, lögmæti þeirra og hvort þær standist stjórnarskrá. „Póstkosning er gríðarleg breyting og þetta er í fyrsta skipti sem slík aðferð er notuð og fólk er ekki vant henni,“ segir Jourova sem bendir á að ráðherraráð ESB hafi mælt með því að aðildarríkin krukki ekki í grundvallaratriðum kosningalaga á kosningaári. Hún hefur jafnframt verið gagnrýnin á breytingar PiS á réttarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið heldur því fram að lagabreytingunum sé ætlað að múlbinda dómara sem varpa fram efasemdum um tilnefningar nýrra dómara á grundvelli nýju laganna. Jourova lýsti breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu sem „eyðileggingu“ en ekki umbótum fyrr á þessu ári.
Pólland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40