ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 10:27 Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi. Vísir/EPA Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. Hann hvetur Evrópuríki til að gera ekki grundvallarbreytingar á kosningalögum innan við ári fyrir kosningar. Ríkisstjórn Laga og réttlætis (PiS) hefur verið gagnrýnd fyrir að setja pólitíska hagsmuni sína ofar lýðheilsu í tengslum við forsetakosningarnar sem fara fram 10. maí. Með sigri í kosningunum gæti flokkurinn staðfest umdeildar breytingar á réttarkerfi Póllands sem ESB hefur sagt stangast á við gildi réttarríkisins. Andrzej Duda, sitjandi forseti og bandamaður PiS mælist nú með forskot í skoðanakönnunum. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi, segist hafa áhyggjur af því hvort að kosningarnar í Póllandi verði frjálsar og sanngjarna, af gæði kosninganna, lögmæti þeirra og hvort þær standist stjórnarskrá. „Póstkosning er gríðarleg breyting og þetta er í fyrsta skipti sem slík aðferð er notuð og fólk er ekki vant henni,“ segir Jourova sem bendir á að ráðherraráð ESB hafi mælt með því að aðildarríkin krukki ekki í grundvallaratriðum kosningalaga á kosningaári. Hún hefur jafnframt verið gagnrýnin á breytingar PiS á réttarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið heldur því fram að lagabreytingunum sé ætlað að múlbinda dómara sem varpa fram efasemdum um tilnefningar nýrra dómara á grundvelli nýju laganna. Jourova lýsti breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu sem „eyðileggingu“ en ekki umbótum fyrr á þessu ári. Pólland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira
Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. Hann hvetur Evrópuríki til að gera ekki grundvallarbreytingar á kosningalögum innan við ári fyrir kosningar. Ríkisstjórn Laga og réttlætis (PiS) hefur verið gagnrýnd fyrir að setja pólitíska hagsmuni sína ofar lýðheilsu í tengslum við forsetakosningarnar sem fara fram 10. maí. Með sigri í kosningunum gæti flokkurinn staðfest umdeildar breytingar á réttarkerfi Póllands sem ESB hefur sagt stangast á við gildi réttarríkisins. Andrzej Duda, sitjandi forseti og bandamaður PiS mælist nú með forskot í skoðanakönnunum. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi, segist hafa áhyggjur af því hvort að kosningarnar í Póllandi verði frjálsar og sanngjarna, af gæði kosninganna, lögmæti þeirra og hvort þær standist stjórnarskrá. „Póstkosning er gríðarleg breyting og þetta er í fyrsta skipti sem slík aðferð er notuð og fólk er ekki vant henni,“ segir Jourova sem bendir á að ráðherraráð ESB hafi mælt með því að aðildarríkin krukki ekki í grundvallaratriðum kosningalaga á kosningaári. Hún hefur jafnframt verið gagnrýnin á breytingar PiS á réttarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið heldur því fram að lagabreytingunum sé ætlað að múlbinda dómara sem varpa fram efasemdum um tilnefningar nýrra dómara á grundvelli nýju laganna. Jourova lýsti breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu sem „eyðileggingu“ en ekki umbótum fyrr á þessu ári.
Pólland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira
Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40