ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 10:27 Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi. Vísir/EPA Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. Hann hvetur Evrópuríki til að gera ekki grundvallarbreytingar á kosningalögum innan við ári fyrir kosningar. Ríkisstjórn Laga og réttlætis (PiS) hefur verið gagnrýnd fyrir að setja pólitíska hagsmuni sína ofar lýðheilsu í tengslum við forsetakosningarnar sem fara fram 10. maí. Með sigri í kosningunum gæti flokkurinn staðfest umdeildar breytingar á réttarkerfi Póllands sem ESB hefur sagt stangast á við gildi réttarríkisins. Andrzej Duda, sitjandi forseti og bandamaður PiS mælist nú með forskot í skoðanakönnunum. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi, segist hafa áhyggjur af því hvort að kosningarnar í Póllandi verði frjálsar og sanngjarna, af gæði kosninganna, lögmæti þeirra og hvort þær standist stjórnarskrá. „Póstkosning er gríðarleg breyting og þetta er í fyrsta skipti sem slík aðferð er notuð og fólk er ekki vant henni,“ segir Jourova sem bendir á að ráðherraráð ESB hafi mælt með því að aðildarríkin krukki ekki í grundvallaratriðum kosningalaga á kosningaári. Hún hefur jafnframt verið gagnrýnin á breytingar PiS á réttarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið heldur því fram að lagabreytingunum sé ætlað að múlbinda dómara sem varpa fram efasemdum um tilnefningar nýrra dómara á grundvelli nýju laganna. Jourova lýsti breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu sem „eyðileggingu“ en ekki umbótum fyrr á þessu ári. Pólland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. Hann hvetur Evrópuríki til að gera ekki grundvallarbreytingar á kosningalögum innan við ári fyrir kosningar. Ríkisstjórn Laga og réttlætis (PiS) hefur verið gagnrýnd fyrir að setja pólitíska hagsmuni sína ofar lýðheilsu í tengslum við forsetakosningarnar sem fara fram 10. maí. Með sigri í kosningunum gæti flokkurinn staðfest umdeildar breytingar á réttarkerfi Póllands sem ESB hefur sagt stangast á við gildi réttarríkisins. Andrzej Duda, sitjandi forseti og bandamaður PiS mælist nú með forskot í skoðanakönnunum. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi, segist hafa áhyggjur af því hvort að kosningarnar í Póllandi verði frjálsar og sanngjarna, af gæði kosninganna, lögmæti þeirra og hvort þær standist stjórnarskrá. „Póstkosning er gríðarleg breyting og þetta er í fyrsta skipti sem slík aðferð er notuð og fólk er ekki vant henni,“ segir Jourova sem bendir á að ráðherraráð ESB hafi mælt með því að aðildarríkin krukki ekki í grundvallaratriðum kosningalaga á kosningaári. Hún hefur jafnframt verið gagnrýnin á breytingar PiS á réttarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið heldur því fram að lagabreytingunum sé ætlað að múlbinda dómara sem varpa fram efasemdum um tilnefningar nýrra dómara á grundvelli nýju laganna. Jourova lýsti breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu sem „eyðileggingu“ en ekki umbótum fyrr á þessu ári.
Pólland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40