Erlent

Tón­listar­maðurinn John Prine lést úr Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
John Prine vann tvívegis til Grammy-verðlauna.
John Prine vann tvívegis til Grammy-verðlauna. AP

Bandaríski þjóðlagatónlistarmaðurinn John Prine, sem á síðasta ári hlaut sérstök Grammy-verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistar, er látinn, 73 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19 í Nashville.

Fjölskylda Prine greindi frá því í síðustu viku að Prine hafi smitast af kórónuveirunni og að ástand hans væri alvarlegt. Áður hafði hann háð baráttu við krabbamein.

John Prine var einn af virtustu tónsmiðum og söngvurum Bandaríkjanna og hefur fjöldi tónlistarmanna - meðal annars Bob Dylan, Bruce Springsteen og Margo Price - minnst Prine, en textar hans þóttu með eindæmum góðir.

Prine var þekktur fyrir lög á borð við Angel from Montgomery og Sam Stone.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×