Erlent

Boris Johnson fluttur á gjörgæslu

Andri Eysteinsson skrifar
Boris Johnson
Boris Johnson Vísir/AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu.

Fram kemur á vef Guardian að heilsu forsætisráðherrans hafi hrakað nokkuð síðan í gærkvöldi þegar hann var lagður inn á St. Thomas sjúkrahúsið í London. Því var ákvörðun tekin um að færa Johnson á gjörgæsludeild.

Johnson er sagður vera með meðvitund og er ákvörðunin tekin til að hægt sé að grípa fyrr til aðgerða þurfi forsætisráðherrann á öndunarvél að halda.

Forsætisráðherrann hefur beðið utanríkisráðherrann Dominic Raab til að ganga í störf sín þar sem þess gerist þörf.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.