Fótbolti

Liverpool biðst afsökunar og hættir við að nýta sér úrræði stjórnvalda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og aðrir geta tekið gleði sína á ný þar sem Liverpool mun halda áfram að borga full laun starfsmanna sinna.
Klopp og aðrir geta tekið gleði sína á ný þar sem Liverpool mun halda áfram að borga full laun starfsmanna sinna. vísir/getty

Það hefur verið mikill hiti í og kringum topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, eftir að félagið ákvað á laugardaginn að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda og fá hjálp við að borga laun starfsmanna félagsins.

Margir höfðu gagnrýnt þessa ákvörðun; bæði fyrrum leikmenn liðsins sem og stuðningsmenn félagsins. Það var svo síðdegis í dag að félagið gaf frá sér yfirlýsingu þar sem Peter Moore, framkvæmdarstjóri félagsins, greindi frá því að þeir væru hættir við að nýta sér úrræðið.

„Við trúum því að við höfum tekið ranga ákvörðun í síðustu viku og biðjumst afsökunar á því,“ sagði meðal annars í bréfinu frá Moore. Liverpool skilaði hagnaði upp á 40 milljónir punda á síðasta ári.

„Þrátt fyrir það erum við í stöðu þar sem heilsan er í fyrsta sæti og við fáum ekki tekjur í einhvern tíma. Og eins og í öllum hlutum samfélagsins er mikil óvissa hvað muni gerast núna og í framtíðinni,“ en alla yfirlýsingu Moore má lesa á heimasíðu félagsins.

Newcastle, Tottenham, Bournemouth og Norwich eru þau lið í ensku úrvalsdeildinni sem ákváðu að nýta sér úrræðið. Þau hafa ekki fallið frá sinni ákvörðun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.