Ósáttur með ákvörðun Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 23:00 Carragher, sem starfar í dag fyrir Sky, er ósáttur með sitt fyrrum félag. EPA-EFE/PETER POWELL Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, er allt annað en sáttur með ákvörðun Liverpool að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag þá ákvað Liverpool að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda sem gerir þeim kleift að þurfa ekki að borga nema 20% launa starfsmanna sinna. Ekki er um að ræða leikmenn liðsins en þó nokkrir starfsmenn félagsins hafa verið sendir í leyfi. Það þýðir að stjórnvöld í Bretlandi þurfa nú að greiða starfsmönnunum 80% launa sinna. Hin 20% borgar Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool hafa tekið þessum fréttum vægast sagt illa og hefur framkvæmdastjóri félagsins, Peter Moore, fengið sinn skerf af gagnrýnni á samfélagsmiðlinum Twitter. Nú hefur Carragher tekið í sama streng. Hann er vægast sagt ósáttur með ákvörðun félagsins og nýtir sér einnig Twitter til að láta skoðun sína í ljós. Jurgen Klopp showed compassion for all at the start of this pandemic, senior players heavily involved in @premierleague players taking wage cuts. Then all that respect & goodwill is lost, poor this @LFC https://t.co/9bE8Rw1veE— Jamie Carragher (@Carra23) April 4, 2020 „Jürgen Klopp sýndi mikla samúð í byrjun faraldursins og leikmenn spiluðu stórt hlutverk í lækkun launa. Góðviljinn og virðingin sem fylgdi því er nú horfinn. Lélegt þetta Liverpool,“ segir Carragher. Reikna má með því að Liverpool gefi út yfirlýsingu á komandi dögum en félagið reiknaði eflaust ekki með því að þessi ákvörðun myndi draga slíkan dilk á eftir sér. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool eru brjálaðir út í Peter Moore framkvæmdastjóra félagsins fyrir það að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda. 4. apríl 2020 18:00 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, er allt annað en sáttur með ákvörðun Liverpool að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag þá ákvað Liverpool að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda sem gerir þeim kleift að þurfa ekki að borga nema 20% launa starfsmanna sinna. Ekki er um að ræða leikmenn liðsins en þó nokkrir starfsmenn félagsins hafa verið sendir í leyfi. Það þýðir að stjórnvöld í Bretlandi þurfa nú að greiða starfsmönnunum 80% launa sinna. Hin 20% borgar Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool hafa tekið þessum fréttum vægast sagt illa og hefur framkvæmdastjóri félagsins, Peter Moore, fengið sinn skerf af gagnrýnni á samfélagsmiðlinum Twitter. Nú hefur Carragher tekið í sama streng. Hann er vægast sagt ósáttur með ákvörðun félagsins og nýtir sér einnig Twitter til að láta skoðun sína í ljós. Jurgen Klopp showed compassion for all at the start of this pandemic, senior players heavily involved in @premierleague players taking wage cuts. Then all that respect & goodwill is lost, poor this @LFC https://t.co/9bE8Rw1veE— Jamie Carragher (@Carra23) April 4, 2020 „Jürgen Klopp sýndi mikla samúð í byrjun faraldursins og leikmenn spiluðu stórt hlutverk í lækkun launa. Góðviljinn og virðingin sem fylgdi því er nú horfinn. Lélegt þetta Liverpool,“ segir Carragher. Reikna má með því að Liverpool gefi út yfirlýsingu á komandi dögum en félagið reiknaði eflaust ekki með því að þessi ákvörðun myndi draga slíkan dilk á eftir sér.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool eru brjálaðir út í Peter Moore framkvæmdastjóra félagsins fyrir það að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda. 4. apríl 2020 18:00 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool eru brjálaðir út í Peter Moore framkvæmdastjóra félagsins fyrir það að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda. 4. apríl 2020 18:00
Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00