Innlent

Ó­víst með mögu­leika á heim­komu eftir páska

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Óvíst er hvernig flugum til Íslands verði háttað eftir 15. apríl. Íslendingar erlendis sem hyggja á heimferð eru hvattir til að koma heim sem fyrst. 
Óvíst er hvernig flugum til Íslands verði háttað eftir 15. apríl. Íslendingar erlendis sem hyggja á heimferð eru hvattir til að koma heim sem fyrst.  Vísir/Vilhelm

Íslendingar sem enn eru erlendis og hyggja á heimferð eru hvattir að nýta sér ferðir Icelandair frá London og Boston næstu daga auk flugferða frá Stokkhólmi á morgun, þriðjudag, og frá Alicante á Spáni á miðvikudag. Óvíst er hverjir möguleikar verða á heimkomu eftir páska. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Ferðirnar eru samkvæmt samkomulagi sem íslensk stjórnvöld gerðu nýlega við Icelandair og gildir samkomulagið til 15. apríl. Ekki er ljóst hvernig flugsamgöngum verður háttað eftir 15. apríl þó þær falli ekki niður að öllu.

Flug annarra félaga en Icelandair til Íslands gætu fallið niður þótt þau virðist enn á áætlun samkvæmt bókunarsíðum flugfélaga. Sama á við um önnur millilandaflug. „Hafi flug ítrekað verið felld niður er það sterk vísbending um að svo verði einnig með flug sem er á áætlun næstu daga,“ segir í bréfi sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur sent á Íslendinga sem hafa skráð sig í gagnagrunn þjónustunnar og eru staddir erlendis.

Þá er einnig bent á við Íslendinga sem staddir eru í Bandaríkjunum að þeir sem ekki hafa lögmæta ástæðu til að framlengja dvöl sína þar í landi umfram það sem ESTA ferðaheimild þeirra segir til um fái ekki sjálfkrafa framlengingu á ESTA áritun sinni. Búast megi við að dvelji þeir þar lengur en gildistími áritunarinnar segir til um muni þeir sæta endurkomubanni til Bandaríkjanna.c


Tengdar fréttir

Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs

Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.