Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2020 13:13 Gréta er afar ánægð með að fá flug heim til Íslands. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flug Icelandair frá Alicante. „Komið flug! Alicante - Ísland 8. apríl,“ segir Gréta Jónsdóttir fegin í samtali við Vísi. Vísir ræddi við Grétu í síðustu viku sem ásamt eiginmanni sínum hefur dvalið á Spáni og hafa átt erfitt með að finna leið heim til Íslands. Á Spáni er ástandið afar alvarlegt; Covid-19 hefur leikið Spánverja og þá sem þar eru grátt. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og Gréta hefur óttast mjög um sinn hag. Orðin hrædd úti á Spáni Fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins sem fer með samninginn við Icelandair var ákveðið að Icelandair færi þessa ferð. „Við erum bæði lungna-, hjarta- og gigtarsjúklingar, maðurinn minn skerta lungnastarfsemi vegna fylgikvilla gigtar,“ segir Gréta. Þau hjónin tilheyra þannig áhættuhópi en Gréta segir að svo sé um marga Íslendinga aðra á svæðinu. Icelandair efndi til flugferða frá Alicante fyrir mánaðarmót en þá voru þeir sem reiða sig á bætur og lífeyri ekki í aðstöðu til að kaupa sér miða sem kostar um 82 þúsund krónur. 70 manns búnir að bóka sig í flug heim Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur verið hringt í alla Íslendinga á á svæðinu þá sem hafa látið vita af sér hjá borgaraþjónustunni. Þeir telja 475 einstaklinga sem tilheyra 271 málum/fjölskyldum. Þar af reyndust 17 komin heim, einhverjir vilja vera áfram en hinum er boðið að kaupa sér far heim með Icelandair. Þetta er í samræmi við samning ríkisins við Icelandair, þar sem ríkið borgar tap af fluginu ef eitthvert er. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flugið þannig að víst er að þarna var veruleg þörf. Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Icelandair kveða á um að flugsamgöngur séu til og frá landinu í gegnum London og Boston fram til 15. apríl næstkomandi auk þess sem flogið verður til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi og svo þetta flug frá Alicante til Íslands þann 8. apríl.Uppfært 15:00 Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er staðan nú sú að í flugið hafa skráð sig 90 farþegar sem er um það bil hálf vél setin. Icelandair Utanríkismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Komið flug! Alicante - Ísland 8. apríl,“ segir Gréta Jónsdóttir fegin í samtali við Vísi. Vísir ræddi við Grétu í síðustu viku sem ásamt eiginmanni sínum hefur dvalið á Spáni og hafa átt erfitt með að finna leið heim til Íslands. Á Spáni er ástandið afar alvarlegt; Covid-19 hefur leikið Spánverja og þá sem þar eru grátt. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og Gréta hefur óttast mjög um sinn hag. Orðin hrædd úti á Spáni Fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins sem fer með samninginn við Icelandair var ákveðið að Icelandair færi þessa ferð. „Við erum bæði lungna-, hjarta- og gigtarsjúklingar, maðurinn minn skerta lungnastarfsemi vegna fylgikvilla gigtar,“ segir Gréta. Þau hjónin tilheyra þannig áhættuhópi en Gréta segir að svo sé um marga Íslendinga aðra á svæðinu. Icelandair efndi til flugferða frá Alicante fyrir mánaðarmót en þá voru þeir sem reiða sig á bætur og lífeyri ekki í aðstöðu til að kaupa sér miða sem kostar um 82 þúsund krónur. 70 manns búnir að bóka sig í flug heim Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur verið hringt í alla Íslendinga á á svæðinu þá sem hafa látið vita af sér hjá borgaraþjónustunni. Þeir telja 475 einstaklinga sem tilheyra 271 málum/fjölskyldum. Þar af reyndust 17 komin heim, einhverjir vilja vera áfram en hinum er boðið að kaupa sér far heim með Icelandair. Þetta er í samræmi við samning ríkisins við Icelandair, þar sem ríkið borgar tap af fluginu ef eitthvert er. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flugið þannig að víst er að þarna var veruleg þörf. Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Icelandair kveða á um að flugsamgöngur séu til og frá landinu í gegnum London og Boston fram til 15. apríl næstkomandi auk þess sem flogið verður til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi og svo þetta flug frá Alicante til Íslands þann 8. apríl.Uppfært 15:00 Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er staðan nú sú að í flugið hafa skráð sig 90 farþegar sem er um það bil hálf vél setin.
Icelandair Utanríkismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira