Íslenski boltinn

Siggi Jóns sagðist sjá Kára sem 20 landsleikja mann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári hefur leikið 83 landsleiki og skorað sex mörk.
Kári hefur leikið 83 landsleiki og skorað sex mörk. vísir/vilhelm

Kári Árnason segir að atvinnumennska hafi ekki verið honum efst í huga á þeim tíma sem hann gekk upp í meistaraflokk Víkings R. í byrjun þessarar aldar.

„Ég var aldrei að pæla í því beint. Mér fannst gaman í fótbolta og þess vegna var ég í fótbolta. Bróðir minn, pabbi og afi voru allir í fótbolta. Ég hafði gaman að þessu,“ sagði Kári í Sportinu í dag.

Það breytti miklu fyrir Kára þegar Sigurður Jónsson tók við Víkingi fyrir tímabilið 2003.

„Þegar ég var farinn að nálgast meistaraflokkinn tók Siggi Jóns við. Og hann sagði eftirminnilega við mig að hann sæi mig sem 20 landsleikja mann. Það var frábært hrós á þeim tíma,“ sagði Kári.

„Þá hugsaði ég að ég gæti lagt þetta fyrir mig og gert eitthvað úr þessu. Svo kom kallið frá sænsku meisturunum [Djurgården] og þá hugsaði ég að þetta væri einstakt tækifæri og ég yrði að prófa þetta og sjá hvort ég ætti eitthvað í þetta.“

Kári toppaði spádóm gamla þjálfarans síns en hann hefur leikið 83 landsleiki. Aðeins sjö hafa leikið fleiri. Kári lék alla fimm leiki Íslands á EM 2016 og tvo af þremur leikjum íslenska liðsins á HM 2018.

Klippa: Sportið í dag - Kári toppaði spádóm Sigga Jóns

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.