Enski boltinn

Fékk fylgdarkonur í partý í miðjum faraldri

Sindri Sverrisson skrifar
Kyle Walker sýndi mikla hræsni í síðustu viku með því að bjóða fylgdarkonum í heimsókn en hvetja um leið aðra til að fylgja leiðbeiningum til að hamla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.
Kyle Walker sýndi mikla hræsni í síðustu viku með því að bjóða fylgdarkonum í heimsókn en hvetja um leið aðra til að fylgja leiðbeiningum til að hamla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/GETTY

Kyle Walker, leikmaður Manchester City, hefur beðist afsökunar á því að hafa boðið tveimur fylgdarkonum í partý í síðustu viku þvert á reglur um samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt frétt The Sun þá greiddu Walker og félagi hans þeim Louise McNamara og 24 ára brasilískri konu 2.200 pund fyrir að koma í heimsókn síðasta þriðjudag. Fylgdarkonurnar munu hafa yfirgefið heimilið á miðvikudag, sama dag og Walker hvatti á samfélagsmiðlum almenning til að fylgja leiðbeiningum yfirvalda og halda öruggri fjarlægð frá fólki.

Talsmaður Manchester City segir að félagið viti af fréttinni og að það séu vonbrigði að heyra ásakanirnar. Félagið muni rannsaka málið.

Sjálfur sagði Walker, sem á að baki 48 A-landsleiki: „Mig langar að biðjast afsökunar á þeim ákvörðunum sem ég tók í síðustu viku. Ég skil að staða mín sem atvinnumaður í fótbolta felur í sér að sýna ábyrgð sem fyrirmynd. Ég vil því biðja fjölskyldu mína, vini, félagið mitt, stuðningsmenn og almenning afsökunar á að hafa brugðist.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.