Enski boltinn

Chelsea og Juventus mögulega að fara að gera eins og þeir gera í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skiptin myndu henta Maurizio Sarri vel því hann elskar Jorginho en virðist ekki sjá fyrir sér framtíðarhlutverk fyrir Miralem Pjanic í Juventus liðinu. Hér fær Jorginho góð ráð frá Sarri þegar þeir voru saman hjá Chelsea.
Skiptin myndu henta Maurizio Sarri vel því hann elskar Jorginho en virðist ekki sjá fyrir sér framtíðarhlutverk fyrir Miralem Pjanic í Juventus liðinu. Hér fær Jorginho góð ráð frá Sarri þegar þeir voru saman hjá Chelsea. Getty/Catherine Ivill

Það getur verið erfitt að kaupa leikmenn í allri óvissunni á tímum kórónuveirunnar og það gæti kallað á að félögin leiti annarra leiða til að ná í leikmenn.

Chelsea og Juventus eru nú sögð vera í viðræðum um að skipta á tveimur leikmönnum. Þetta er ekki algengt í fótboltanum en gerist aftur á móti mjög reglulega í NBA-deildinni í körfubolta.

Chelsea myndi samkvæmt þessi þá leyfa Jorginho að fara til Juventus en enska úrvalsdeildarliðið fengi í staðinn Bosníumanninn Miralem Pjanic. Guardian segir meðal annars frá þessu.

Maurizio Sarri stýrir Juventus liðsins en var áður hjá Chelsea. Það var einmitt Sarri sem náði í Jorginho til Chelsea. Jorginho elti í raun þá Maurizio Sarri til Chelsea frá Napoli.

Ef það er eitthvað klárt í alþjóðlegum fótbolta þá er það að Maurizio Sarri elskar Jorginho og vill helst hafa hann í öllum sínum liðum. Jorginho spilaði í þrjú tímabil fyrir hann hjá Napoli og svo eitt hjá Chelsea.

Það fylgir þó sögunni að Jorginho fór fyrst að spila vel fyrir Chelsea liðið eftir að Maurizio Sarri hætti með liðið og Frank Lampard tók við.

Juventus hefur einnig verið í viðræðum við Barcelona og Paris St-Germain um Miralem Pjanic sem er orðinn þrítugur. Pjanic er ekki inn í framtíðarplönum Maurizio Sarri þrátt fyrr að hann sé á samningi hjá félaginu til 2023.

Miralem Pjanic hefur spilað með Juventus frá árinu 2016. Barcelona vildi skipta á honum og Arthur en Arthur vildi það ekki. Þá er vitað að Leonardo, íþróttastjóri PSG, er mikill aðdáandi Pjanic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×