Enski boltinn

Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda

Sindri Sverrisson skrifar
Evrópumeistarar Liverpool fá ekki að spila fótbolta frekar en langflest önnur fótboltalið í Evrópu.
Evrópumeistarar Liverpool fá ekki að spila fótbolta frekar en langflest önnur fótboltalið í Evrópu. VÍSIR/EPA

Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins.

Ekki er um að ræða leikmenn Liverpool heldur annað starfsfólk sem starfar fyrir félagið. Fólkið mun fá 80% launa sinna í gegnum neyðarúrræði stjórnvalda og Liverpool mun bæta því upp mismuninn. Newcastle, Tottenham, Bournemouth og Norwich hafa farið sömu leið.

Óvíst er hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni getur hafist að nýju.

Heilbrigðismálaráðherrann Matt Hancock sagði á dögunum að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ættu að hjálpa til og taka á sig launalækkun. Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa síðan sagst ætla að biðja leikmenn um að lækka um 30% í launum til að vernda störf. Talsmenn úrvalsdeildarinnar og leikmannasamtaka munu funda um málið í dag.


Tengdar fréttir

Rangt að láta Liverpool mæta Atlético Madrid

Liverpool hefði ekki átt að mæta Atlético Madrid á Anfield í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þann 11. mars, segir nýráðinn yfirmaður lýðheilsumála í Liverpool-borg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.