Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 08:48 Vígamennirnir skutu þrjú ungbörn til bana. AP/Rahmat Gul Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. Upprunalega var gefið út að tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður hefðu dáið í árásinni. Nú hefur komið í ljós að 22 mæður og ljósmæður voru myrtar af vígamönnum. Sextán eru særðir. Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina á þriðjudaginn og skiptust á skotum við öryggissveitir í nokkrar klukkustundir áður en þeir voru felldir. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar fæddi ein kona barn á meðan á árásinni stóð en Læknar án landamæra, MSF, sem komu að rekstri fæðingardeildarinnar, segja bæði móður og barni heilsast vel. MSF fordæma árásina í yfirlýsingu og segja hana viðbjóðslega. Vitni segir ungar konur hafa verið skotnar til bana þar sem þær reyndu að fela sig undir rúmum sínum.Vísir/MSF Reuters segir frá hinni 27 ára gömlu Zainab, sem hefur lengi reynt að eignast barn. Hún fæddi dreng að morgni þriðjudagsins og skírði hann Omid, sem þýðir von. Í upphafi árásarinnar virðist sem að einn árásarmannanna hafi skotið Omid til bana. Muhammadi, tengdamóðir Zainab, segist hafa séð einn vígamannanna skjóta á óléttar konur og nýjar mæður, jafnvel þó þær hafi verið í felum undir rúmum sínum. Á þriðjudaginn var einnig gerð sjálfsmorðsárás á jarðarför Nangarharhéraði. Þar dóu 32 en deild Íslamska ríkisins í Afganistan hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á fjöldamorðinu á fæðingardeildinni. Inngangur fæðingardeildarinnar.Vísir/MSF Öll spjót beinast þó að Talibönum, sem eiga nú í friðarviðræðum við yfirvöld Afganistan og hafa neitað því að koma að árásinni. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina harðlega og skipað öryggissveitum landsins að sækja fram gegn Talibönum. Samband ríkisstjórnarinnar í Kabúl og Talibana er verulega slæmt um þessar mundir. Þessi árás mun gera friðarviðræðurnar mun erfiðari, efl ekki ómögulegar. Til marks um það skrifaði Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Ghani, í tísti í kjölfar árásarinnar að það virtist lítill tilgangur í því að ræða við Talibana um frið. Hann sagði einnig að ekkert hefði dregið úr árásum Talibana, þrátt fyrir friðarviðræðurnar. If the Taliban can not control the violence, or their sponsors have now subcontracted their terror to other entities which was one of our primary concerns from the beginning then their seems little point in continuing to engage Taliban in "peace talks".— Hamdullah Mohib (@hmohib) May 12, 2020 Afganistan Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. Upprunalega var gefið út að tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður hefðu dáið í árásinni. Nú hefur komið í ljós að 22 mæður og ljósmæður voru myrtar af vígamönnum. Sextán eru særðir. Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina á þriðjudaginn og skiptust á skotum við öryggissveitir í nokkrar klukkustundir áður en þeir voru felldir. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar fæddi ein kona barn á meðan á árásinni stóð en Læknar án landamæra, MSF, sem komu að rekstri fæðingardeildarinnar, segja bæði móður og barni heilsast vel. MSF fordæma árásina í yfirlýsingu og segja hana viðbjóðslega. Vitni segir ungar konur hafa verið skotnar til bana þar sem þær reyndu að fela sig undir rúmum sínum.Vísir/MSF Reuters segir frá hinni 27 ára gömlu Zainab, sem hefur lengi reynt að eignast barn. Hún fæddi dreng að morgni þriðjudagsins og skírði hann Omid, sem þýðir von. Í upphafi árásarinnar virðist sem að einn árásarmannanna hafi skotið Omid til bana. Muhammadi, tengdamóðir Zainab, segist hafa séð einn vígamannanna skjóta á óléttar konur og nýjar mæður, jafnvel þó þær hafi verið í felum undir rúmum sínum. Á þriðjudaginn var einnig gerð sjálfsmorðsárás á jarðarför Nangarharhéraði. Þar dóu 32 en deild Íslamska ríkisins í Afganistan hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á fjöldamorðinu á fæðingardeildinni. Inngangur fæðingardeildarinnar.Vísir/MSF Öll spjót beinast þó að Talibönum, sem eiga nú í friðarviðræðum við yfirvöld Afganistan og hafa neitað því að koma að árásinni. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina harðlega og skipað öryggissveitum landsins að sækja fram gegn Talibönum. Samband ríkisstjórnarinnar í Kabúl og Talibana er verulega slæmt um þessar mundir. Þessi árás mun gera friðarviðræðurnar mun erfiðari, efl ekki ómögulegar. Til marks um það skrifaði Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Ghani, í tísti í kjölfar árásarinnar að það virtist lítill tilgangur í því að ræða við Talibana um frið. Hann sagði einnig að ekkert hefði dregið úr árásum Talibana, þrátt fyrir friðarviðræðurnar. If the Taliban can not control the violence, or their sponsors have now subcontracted their terror to other entities which was one of our primary concerns from the beginning then their seems little point in continuing to engage Taliban in "peace talks".— Hamdullah Mohib (@hmohib) May 12, 2020
Afganistan Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00
Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31