Ólíklegt að útgöngubanni verði aflétt fyrr en í lok maí Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2020 10:43 Getty/Leon Neal Ólíklegt er að útgöngubanninu sem nú gildir í Bretlandi verði lyft fyrr en í lok maí. Háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir mikilvægast að hægja á útbreiðslu veirunnar og tryggja að hægt sé að raðgreina veiruna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Útgöngubann var sett á þann 23. mars síðastliðinn og eru því nærri allir staðir þar sem fólk kemur saman lokaðir, þar á meðal veitingastaðir, barir og nærri allar búðir. Fólki er ekki heimilt að yfirgefa heimili sín nema í brýnustu nauðsyn. Bannið var sett á í von um að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu en nærri 40 þúsund smit hafa verið staðfest og 3.605 hafa látist vegna veirunnar. Einhverjir sérfræðingar telja að langtímaáhrif faraldursins á efnahagskerfið muni verða fleirum að bana í framtíðinni. „Við viljum í það minnsta tryggja að í lok maí getum við slakað á þessum hömlum, einblínt meira á tækni og að skima fyrir veirunni í stað þess að allt sé lokað eins og nú,“ sagði Neil Ferguson, prófessor í stærðfræðilegri líffræðivið Imperial háskólann í London, í samtali við BBC. Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Boris Johnson, forsætisráðherra, um stefnu og herti aðgerðir til muna. Eftir að aðgerðir voru hertar hefur skortur á öndunarvélum og vanbúnaður til að raðgreina einstaklinga verið helsti Akkilesarhæll baráttunnar gegn veirunni í Bretlandi. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Graham Medley einn helsti sérfræðingur Bretlands í sóttfræðum, sagði að hann hræddist það að Bretland hafi málað sig upp við vegg og engin skýr útgönguleið eða áætlun væri til staðar. Þá sagðist hann hræðast það að fjárhagur og heilsa margra Breta myndi fara í vaskinn vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Nærri ein milljón hefur sótt um atvinnuleysisbætur á aðeins tveimur vikum í Bretlandi og sýna tölfræðigögn fram á það að efnahagur Bretlands verði í kjölfarið verr staddur en í kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54 Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Ólíklegt er að útgöngubanninu sem nú gildir í Bretlandi verði lyft fyrr en í lok maí. Háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir mikilvægast að hægja á útbreiðslu veirunnar og tryggja að hægt sé að raðgreina veiruna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Útgöngubann var sett á þann 23. mars síðastliðinn og eru því nærri allir staðir þar sem fólk kemur saman lokaðir, þar á meðal veitingastaðir, barir og nærri allar búðir. Fólki er ekki heimilt að yfirgefa heimili sín nema í brýnustu nauðsyn. Bannið var sett á í von um að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu en nærri 40 þúsund smit hafa verið staðfest og 3.605 hafa látist vegna veirunnar. Einhverjir sérfræðingar telja að langtímaáhrif faraldursins á efnahagskerfið muni verða fleirum að bana í framtíðinni. „Við viljum í það minnsta tryggja að í lok maí getum við slakað á þessum hömlum, einblínt meira á tækni og að skima fyrir veirunni í stað þess að allt sé lokað eins og nú,“ sagði Neil Ferguson, prófessor í stærðfræðilegri líffræðivið Imperial háskólann í London, í samtali við BBC. Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Boris Johnson, forsætisráðherra, um stefnu og herti aðgerðir til muna. Eftir að aðgerðir voru hertar hefur skortur á öndunarvélum og vanbúnaður til að raðgreina einstaklinga verið helsti Akkilesarhæll baráttunnar gegn veirunni í Bretlandi. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Graham Medley einn helsti sérfræðingur Bretlands í sóttfræðum, sagði að hann hræddist það að Bretland hafi málað sig upp við vegg og engin skýr útgönguleið eða áætlun væri til staðar. Þá sagðist hann hræðast það að fjárhagur og heilsa margra Breta myndi fara í vaskinn vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Nærri ein milljón hefur sótt um atvinnuleysisbætur á aðeins tveimur vikum í Bretlandi og sýna tölfræðigögn fram á það að efnahagur Bretlands verði í kjölfarið verr staddur en í kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54 Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46
Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54
Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46