Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2015 18:30 Starfsmenn FIFA þáðu milljónir dala í mútur í meira en 24 ár, meðal annars um hvar halda ætti stórmót. Rannsakendur segjast vita af um tólf tilvikum þar sem mútugreiðslur fóru fram, þar á meðal um að halda heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010. Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki meðal þeirra. Samtökin ætla sér að halda forsetakosningar á föstudaginn þrátt fyrir handtökurnar. Blatter er talinn líklegur til að vinna þessar kosningar í fimmta sinn.Þá hafa yfirvöld í Sviss hafið rannsókn á boðsferlunum sem leiddu til þess að Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin 2018 og 2022. Á vef BBC kemur fram að mennirnir sem ákærðir hafa verið í Bandaríkjunum eru sakaðir um að hafa þegið meira en 150 milljónir dala (um 20 milljarðar króna) í mútugreiðslur á frá árinu 1991. Meðal hinna handteknu er Jeffrey Webb, varaforseti FIFA og yfirmaður fótboltasamtaka Norður- og Mið-Ameríku. Til stendur að framselja mennina sjö frá Sviss til Bandaríkjanna, en sex þeirra hafa höfðað mál til að komast hjá því að vera framseldir. Fyrrverandi varaforseti FIFA, Jack Warner, hefur ekki verið handtekinn en hann er ákærður fyrir að þiggja um 10 milljónir dala (tæplega einn og hálfur milljarður króna) í mútur frá yfirvöldum í Suður-Afríku. Hann hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hann segist saklaus. Hér má sjá frá blaðamannafundi saksóknara í Bandaríkjunum í dag.Meðal þess sem mennirnir eru ákærðir að þiggja mútur vegna sjónvarpssamninga og markaðsréttinda. Að þiggja mútur til að hafa áhrif á hvar mót eru haldin; þar á meðal heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010 og Suður-Ameríku bikarinn 2016. Þar að auki eru þeir ákærðir fyrir peningaþvott og svik. Á vef AP fréttaveitunnar kemur fram að skýrsla sem FIFA lét gera um útboðsferli heimsmeistaramótanna 2018 og 2022 hafi leitt til þess að lögreglan hafi gert húsleit í höfuðstöðvum FIFA í Sviss í dag. Skýrslan var aldrei birt í heilu lagi en rannsakendur í Sviss fengu hana í hendur í nóvember.Hér má svo sjá frá blaðamannafundi FIFA fyrr í dag. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Starfsmenn FIFA þáðu milljónir dala í mútur í meira en 24 ár, meðal annars um hvar halda ætti stórmót. Rannsakendur segjast vita af um tólf tilvikum þar sem mútugreiðslur fóru fram, þar á meðal um að halda heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010. Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki meðal þeirra. Samtökin ætla sér að halda forsetakosningar á föstudaginn þrátt fyrir handtökurnar. Blatter er talinn líklegur til að vinna þessar kosningar í fimmta sinn.Þá hafa yfirvöld í Sviss hafið rannsókn á boðsferlunum sem leiddu til þess að Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin 2018 og 2022. Á vef BBC kemur fram að mennirnir sem ákærðir hafa verið í Bandaríkjunum eru sakaðir um að hafa þegið meira en 150 milljónir dala (um 20 milljarðar króna) í mútugreiðslur á frá árinu 1991. Meðal hinna handteknu er Jeffrey Webb, varaforseti FIFA og yfirmaður fótboltasamtaka Norður- og Mið-Ameríku. Til stendur að framselja mennina sjö frá Sviss til Bandaríkjanna, en sex þeirra hafa höfðað mál til að komast hjá því að vera framseldir. Fyrrverandi varaforseti FIFA, Jack Warner, hefur ekki verið handtekinn en hann er ákærður fyrir að þiggja um 10 milljónir dala (tæplega einn og hálfur milljarður króna) í mútur frá yfirvöldum í Suður-Afríku. Hann hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hann segist saklaus. Hér má sjá frá blaðamannafundi saksóknara í Bandaríkjunum í dag.Meðal þess sem mennirnir eru ákærðir að þiggja mútur vegna sjónvarpssamninga og markaðsréttinda. Að þiggja mútur til að hafa áhrif á hvar mót eru haldin; þar á meðal heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010 og Suður-Ameríku bikarinn 2016. Þar að auki eru þeir ákærðir fyrir peningaþvott og svik. Á vef AP fréttaveitunnar kemur fram að skýrsla sem FIFA lét gera um útboðsferli heimsmeistaramótanna 2018 og 2022 hafi leitt til þess að lögreglan hafi gert húsleit í höfuðstöðvum FIFA í Sviss í dag. Skýrslan var aldrei birt í heilu lagi en rannsakendur í Sviss fengu hana í hendur í nóvember.Hér má svo sjá frá blaðamannafundi FIFA fyrr í dag.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32
Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14