Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2020 13:00 Lögreglan í Manchester telur líklegt að Reynhard Sinaga sé einn versti nauðgari sögunnar. Mynd/Lögreglan í Manchester Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. Maðurinn, Reynhard Sinaga að nafni, hefur setið í fangelsi frá því á síðasta ári, en upp komst brotin árið 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Í ljós kom að kynferðisbrotamaðurinn hafði tekið upp flest öll kynferðisbrotin og hófst þá umfangsmesta kynferðisbrotarannsókn í sögu Bretlands, að því er fram kemur á vef BBC. Alls hefur verið réttað yfir Sinaga fjórum sinnum frá árinu 2017 vegna brotanna. Dómarar í málunum höfðu hins vegar lagt bann á að nafngreina Sinaga á meðan á réttarhöldunum stóð. Fjórðu réttarhöldunum lauk í dag og var Sinaga dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þarf hann að sitja minnst 30 ár í fangelsi auk þess sem að fjölmiðlar fengu leyfi til að nafngreina Sinaga. Myndir úr síma Sinaga voru mikilvæg sönnunargögn í málunum.Mynd/lögreglan í Manchester Sagður hafa einbeitt sér að gagnkynhneigðum körlum Í frétt BBC segir að hinn 36 ára gamli Sinaga hafi setið fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan bari og klúbba í Manchester Þannig hafi hann byrlað þeim ólyfjan, farið með þá heim til sín í íbúð hans þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Saksóknari í málinu segir að Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum körlum en svo virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Lögregla komst á snoðir um Sinaga eftir að eitt fórnarlamba hans náði meðvitund á meðan Sinaga var að brjóta á því. Hringdi maðurinn á lögreglu sem handtók Sinaga og fann hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Lögreglu grunar að Sinaga hafi brotið af sér yfir 10 ára tímabil og telur lögregla fórnarlömbin séu mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Þannig var Sinaga aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um málið hér. Bretland Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. Maðurinn, Reynhard Sinaga að nafni, hefur setið í fangelsi frá því á síðasta ári, en upp komst brotin árið 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Í ljós kom að kynferðisbrotamaðurinn hafði tekið upp flest öll kynferðisbrotin og hófst þá umfangsmesta kynferðisbrotarannsókn í sögu Bretlands, að því er fram kemur á vef BBC. Alls hefur verið réttað yfir Sinaga fjórum sinnum frá árinu 2017 vegna brotanna. Dómarar í málunum höfðu hins vegar lagt bann á að nafngreina Sinaga á meðan á réttarhöldunum stóð. Fjórðu réttarhöldunum lauk í dag og var Sinaga dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þarf hann að sitja minnst 30 ár í fangelsi auk þess sem að fjölmiðlar fengu leyfi til að nafngreina Sinaga. Myndir úr síma Sinaga voru mikilvæg sönnunargögn í málunum.Mynd/lögreglan í Manchester Sagður hafa einbeitt sér að gagnkynhneigðum körlum Í frétt BBC segir að hinn 36 ára gamli Sinaga hafi setið fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan bari og klúbba í Manchester Þannig hafi hann byrlað þeim ólyfjan, farið með þá heim til sín í íbúð hans þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Saksóknari í málinu segir að Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum körlum en svo virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Lögregla komst á snoðir um Sinaga eftir að eitt fórnarlamba hans náði meðvitund á meðan Sinaga var að brjóta á því. Hringdi maðurinn á lögreglu sem handtók Sinaga og fann hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Lögreglu grunar að Sinaga hafi brotið af sér yfir 10 ára tímabil og telur lögregla fórnarlömbin séu mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Þannig var Sinaga aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um málið hér.
Bretland Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent