Innlent

Enginn lengur á Landspítalanum með Covid-19

Kjartan Kjartansson skrifar
Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Egill

Vatnaskil urðu í kórónuveirufaraldrinum á Íslandi í dag en nú liggur enginn sjúklingur lengur inni á Landspítalanum með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Engu að síður en níu sjúklingar enn á sjúkrahúsinu sem eru jafna sig á alvarlegum veikindum.

Afar fá ný smit hafa greinst á Íslandi undanfarna daga og vikur og dregið hefur verulega úr álagi á heilbrigðiskerfi. Í tilkynningu á vef Landspítalans er greint frá þeim tíðindum að þar liggi nú enginn inni með virkt smit.

Faraldurinn náði hámarki um mánaðamótin mars og apríl en hefur síðan verið í rénun. Alls hafa nú 105 manns sem smituðust af Covid-19 verið útskrifaðir af Landspítalanum. Af þeim þurfti að leggja 27 inn á gjörgæslu og setja fimmtán í öndunarvél.

Sjö sjúklingar hafa látist vegna Covid-19 á Landspítalanum til þessa.


Tengdar fréttir

Ekki orðið af hátt í 500 aðgerðum vegna kórónuveirunnar

Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×