Vopnahlé tekið gildi í Idlib Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2020 07:08 Erdogan og Pútín í Moskvu í gær. AP/Pavel Golovkin Vopnahlé sem forsetar Tyrklands og Rússlands sömdu um í gær hefur tekið gildi í Idlibhéraði í Sýrlandi. Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. Minnst 60 tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum og fjölmargir hafa fallið í stjórnarhernum. Átökin hafa leitt til umfangsmikils fólksflótta og valdið áhyggjum um að til átaka kæmi á milli Tyrkja og Rússa. Vopnahléið var tilkynnt eftir sex klukkustunda viðræður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu í gær. Það tók gildi á miðnætti, að staðartíma, og felur meðal annars í sér tiltekið öryggissvæði í Idlib og sameiginlegar eftirlitsferðir tyrkneskra og rússneskra hermanna. Erdogan hafði viljað að stjórnarherinn myndi hörfa úr héraðinu og gefa eftir það svæði sem hann hefur tekið frá því sóknin hófst í byrjun desember. Það fékk hann þó ekki. Eftir að viðræðunum lauk ítrekaði Erdogan að Tyrkir myndu hefna fyrir allar árásir stjórnarhersins. Fjallar ekkert um flóttafólk Samkomulagið felur ekki í sér nein ákvæði um hvað verði um þá milljón manna sem þegar hefur flúið heimili sín í Idlib og heldur til í stórum flóttamannabúðum við landamæri Tyrklands. Sérfræðingar segja ólíklegt að nokkuð samkomulag muni halda til langs tíma. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sjá einnig: Erdogan og Pútín funda í Moskvu Meðal þeirra þriggja milljóna almennu borgara sem halda til í Idlib eru tugir þúsunda vígamanna sem hliðhollir eru al-Qaeda og aðrir íslamistar sem komu víðsvegar að til að taka þátt í átökunum í Sýrlandi á undanförnum árum. Allt í allt eru þeir taldir vera um 50 þúsund talsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Undanfarin ár hafa þessir hópar gert samkomulag við stjórnarherinn um að hörfa undan tilteknum svæðum sem stjórnarherinn hefur tekið með hjálp Rússa. Ildib er í raun eina héraðið sem stendur þeim enn til boða. Vígamenn í sömu stöðu og borgarar Sterkasti hópurinn í Idlib er Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Hann er leiddur af Abu Mohammed al-Golani, sem er meðlimur í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. HTS hét áður Nusra front og var í raun deild al-Qaeda í Sýrlandi. Forsvarsmenn hópsins hafa nokkrum sinnum breytt um nöfn og halda því fram að hafa slitið tengsl við al-Qaeda. Sem þeir hafa ekki gert í alvörunni. Nú eru þeir í rauninni í svipaðri stöðu og borgararnir sem þeir hafa hrellt um árabil. Þeir eru fastir á sífellt minnkandi landskika og verða fyrir sífelldum loftárásum Rússa og stjórnarhersins. Með því vilja Assad-liðar kremja síðasta vígi uppreisnarinnar gegn forsetanum. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Rússland Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi 3. mars 2020 11:31 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Vopnahlé sem forsetar Tyrklands og Rússlands sömdu um í gær hefur tekið gildi í Idlibhéraði í Sýrlandi. Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. Minnst 60 tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum og fjölmargir hafa fallið í stjórnarhernum. Átökin hafa leitt til umfangsmikils fólksflótta og valdið áhyggjum um að til átaka kæmi á milli Tyrkja og Rússa. Vopnahléið var tilkynnt eftir sex klukkustunda viðræður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu í gær. Það tók gildi á miðnætti, að staðartíma, og felur meðal annars í sér tiltekið öryggissvæði í Idlib og sameiginlegar eftirlitsferðir tyrkneskra og rússneskra hermanna. Erdogan hafði viljað að stjórnarherinn myndi hörfa úr héraðinu og gefa eftir það svæði sem hann hefur tekið frá því sóknin hófst í byrjun desember. Það fékk hann þó ekki. Eftir að viðræðunum lauk ítrekaði Erdogan að Tyrkir myndu hefna fyrir allar árásir stjórnarhersins. Fjallar ekkert um flóttafólk Samkomulagið felur ekki í sér nein ákvæði um hvað verði um þá milljón manna sem þegar hefur flúið heimili sín í Idlib og heldur til í stórum flóttamannabúðum við landamæri Tyrklands. Sérfræðingar segja ólíklegt að nokkuð samkomulag muni halda til langs tíma. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sjá einnig: Erdogan og Pútín funda í Moskvu Meðal þeirra þriggja milljóna almennu borgara sem halda til í Idlib eru tugir þúsunda vígamanna sem hliðhollir eru al-Qaeda og aðrir íslamistar sem komu víðsvegar að til að taka þátt í átökunum í Sýrlandi á undanförnum árum. Allt í allt eru þeir taldir vera um 50 þúsund talsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Undanfarin ár hafa þessir hópar gert samkomulag við stjórnarherinn um að hörfa undan tilteknum svæðum sem stjórnarherinn hefur tekið með hjálp Rússa. Ildib er í raun eina héraðið sem stendur þeim enn til boða. Vígamenn í sömu stöðu og borgarar Sterkasti hópurinn í Idlib er Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Hann er leiddur af Abu Mohammed al-Golani, sem er meðlimur í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. HTS hét áður Nusra front og var í raun deild al-Qaeda í Sýrlandi. Forsvarsmenn hópsins hafa nokkrum sinnum breytt um nöfn og halda því fram að hafa slitið tengsl við al-Qaeda. Sem þeir hafa ekki gert í alvörunni. Nú eru þeir í rauninni í svipaðri stöðu og borgararnir sem þeir hafa hrellt um árabil. Þeir eru fastir á sífellt minnkandi landskika og verða fyrir sífelldum loftárásum Rússa og stjórnarhersins. Með því vilja Assad-liðar kremja síðasta vígi uppreisnarinnar gegn forsetanum. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra.
Rússland Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi 3. mars 2020 11:31 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45