Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2020 11:31 F16 orrustuþotu tyrkneska flughersins flogið yfir Tyrklandi. Getty/Anadolu Tyrkir skutu í morgun niður þriðju orrustuþotu stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, yfir Idlib-héraði í Sýrlandi. Orrustuþotan var af gerðinni L-39 en undanfarna daga hafa Tyrkir gert fjölmargar árásir í Idlib sem beinst hafa gegn stjórnarhernum og vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran og styðja stjórnarherinn. Þessar nýjustu aðgerðir Tyrkja hófust eftir að 35 tyrkneskir hermenn voru felldir í loftárásum í héraðinu og hafa þær valdið Assad-liðum gífurlegum skaða. Á síðasta sólarhring hafa Tyrkir grandað einni orrustuþotu, einum dróna, sex skriðdrekum, fimm fallbyssu, tveimur loftvarnarkerfum, þremur brynvörðum farartækjum, fimm vopnuðum pallbílum, 6 herbílum og einni birgðageymslu þar sem skotfæri voru geymd. Þar að auki hafi 327 hermenn og vígamenn verið felldir, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Tyrkir kalla hernaðaraðgerðir sínar í Idlib „Vorskjöld“. Hér má sjá myndefni sem varnarmálaráðuneyti Tyrklands hefur birt og sýnir árásir þeirra í Idlib. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sókn stjórnarhersins, sem hefur notið stuðnings Rússa, hefur verið ætlað að koma þessum hópum frá völdum þarna á svæðinu. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Um milljón manna, þar af lang mest konur og börn, hafa flúið heimili sín vegna sóknarinnar og fjöldinn gæti aukist til muna á skömmum tíma. Tyrkir hafa þó lokað landamærum sínum og segjast ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna halda til í Tyrklandi. Yfirvöld Tyrklands hafa nú tekið þá ákvörðun að hætta að stöðva flóttafólk sem vill komast til Evrópu. Tyrkland Sýrland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Tyrkir skutu í morgun niður þriðju orrustuþotu stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, yfir Idlib-héraði í Sýrlandi. Orrustuþotan var af gerðinni L-39 en undanfarna daga hafa Tyrkir gert fjölmargar árásir í Idlib sem beinst hafa gegn stjórnarhernum og vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran og styðja stjórnarherinn. Þessar nýjustu aðgerðir Tyrkja hófust eftir að 35 tyrkneskir hermenn voru felldir í loftárásum í héraðinu og hafa þær valdið Assad-liðum gífurlegum skaða. Á síðasta sólarhring hafa Tyrkir grandað einni orrustuþotu, einum dróna, sex skriðdrekum, fimm fallbyssu, tveimur loftvarnarkerfum, þremur brynvörðum farartækjum, fimm vopnuðum pallbílum, 6 herbílum og einni birgðageymslu þar sem skotfæri voru geymd. Þar að auki hafi 327 hermenn og vígamenn verið felldir, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Tyrkir kalla hernaðaraðgerðir sínar í Idlib „Vorskjöld“. Hér má sjá myndefni sem varnarmálaráðuneyti Tyrklands hefur birt og sýnir árásir þeirra í Idlib. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sókn stjórnarhersins, sem hefur notið stuðnings Rússa, hefur verið ætlað að koma þessum hópum frá völdum þarna á svæðinu. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Um milljón manna, þar af lang mest konur og börn, hafa flúið heimili sín vegna sóknarinnar og fjöldinn gæti aukist til muna á skömmum tíma. Tyrkir hafa þó lokað landamærum sínum og segjast ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna halda til í Tyrklandi. Yfirvöld Tyrklands hafa nú tekið þá ákvörðun að hætta að stöðva flóttafólk sem vill komast til Evrópu.
Tyrkland Sýrland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira