Kylian Mbappe er hrifinn af Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 11:30 Kylian Mbappe hefur verið orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Hér er hann í leik á móti íslenska landsliðinu. Getty/Tim Clayton Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið. Kylian Mbappe er líklega stærsta stjarnan sem hefur verið orðuð við Liverpool liðið á síðustu mánuðum en þar á ferðinni, að margra mati, besti ungi knattspyrnumaður heims. Kylian Mbappe hefur farið á kostum með bæði Paris Saint Germain liðinu sem og með franska landsliðinu og er kominn í hóp þeirra allra bestu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Kylian Mbappe talks about #LFC being 'a machine', his links to Real Madrid and his hopes for the rest of the season with PSG. This is fascinating https://t.co/u0rmzD7SNmpic.twitter.com/f4aimo1iHq— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 Í viðtalinu við breska ríkisútvarpið var Kylian Mbappe spurður út í Liverpool liðið sem er nú með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappe stóð fastur á því að hann væri leikmaður Paris Saint Germain og að hann væri með allan hugann við að spila með franska stórliðinu. Blaðamaður BBC hitti á hann þegar Kylian Mbappe var að kynna góðsgerðasamtök sín „Inspired by Kylian Mbappe (IBKM).“ Mbappe var aftur á móti alveg tilbúinn að tala um Liverpool liðið sem hefur vakið aðdáun hans. „Það er stórkostlegt sem Liverpool liðið er að gera þessa stundina. Þeir eru eins og vél, hafa fundið taktinn og takast á við hvern leik á sama hátt,“ sagði Kylian Mbappe. „Þeir hafa enn ekki tapað deildarleik. Þetta lítur kannski úr fyrir að vera auðvelt þegar þú horfir á þá en það er það ekki. Þessir gæjar eru einbeittir, spila á þriggja daga frestir en vinna, vinna og vinna,“ sagði Mbappe. Kylian Mbappe has a lot of praise for Liverpool, who he says are "a machine". In full: https://t.co/bQkf7u6iBr#LFC#PSG#bbcfootballpic.twitter.com/v8pQg91pIL— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Nú er vandamálið að allir horfa á Liverpool liðið og allir eru að fylgjast með því hvað liðin geta gert á móti þeim. Þeir þurfa því alltaf að vera að sanna styrk sinn en þetta er mjög gott lið með virkilega góðan knattspyrnustjóra,“ sagði Mbappe. Mbappe hefur aðeins verið orðaður við Liverpool en þó aðallega við spænska liðið Real Madrid. „Það eru allir að tala um það og ég talaði líka um það þegar ég var ungur. Núna er ég leikmaður og veit að þetta er ekki rétti tíminn til að ræða slík mál,“ sagði Mbappe. „Við erum í janúar og þetta er tími tímabilsins þar sem peningarnir flæða. Ímyndaðu þér ef ég svara þessari spurningu þinni og segi eitthvað. Allir fara að tala um það og það er ekki gott fyrir PSG,“ sagði Mbappe. „Ég er núna leikmaður PSG og er hér hundrað prósent. Ég vil hjálpa mínu félagi að vaxa á þessu tímabili og vinna fullt af titlum. Það er ekki gott fyrir mig að tala um framtíðina,“ sagði Mbappe. „Ég hugsa vel um klúbbinn því hann hjálpaði mér. Ég kom hingað þegar ég var átján ára. Ég var efnilegur en engin stórstjarna. Nú er ég stórstjarna og það er PSG og franska landsliðinu að þakka,“ sagði Mbappe. „Ég er rólegur og einbeittur á það að spila með PSG. Við verðum síðan bara að sjá til eftir tímabilið. Núna hugsa ég bara um að spila minn fótbolta,“ sagði Mbappe. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið. Kylian Mbappe er líklega stærsta stjarnan sem hefur verið orðuð við Liverpool liðið á síðustu mánuðum en þar á ferðinni, að margra mati, besti ungi knattspyrnumaður heims. Kylian Mbappe hefur farið á kostum með bæði Paris Saint Germain liðinu sem og með franska landsliðinu og er kominn í hóp þeirra allra bestu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Kylian Mbappe talks about #LFC being 'a machine', his links to Real Madrid and his hopes for the rest of the season with PSG. This is fascinating https://t.co/u0rmzD7SNmpic.twitter.com/f4aimo1iHq— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 Í viðtalinu við breska ríkisútvarpið var Kylian Mbappe spurður út í Liverpool liðið sem er nú með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappe stóð fastur á því að hann væri leikmaður Paris Saint Germain og að hann væri með allan hugann við að spila með franska stórliðinu. Blaðamaður BBC hitti á hann þegar Kylian Mbappe var að kynna góðsgerðasamtök sín „Inspired by Kylian Mbappe (IBKM).“ Mbappe var aftur á móti alveg tilbúinn að tala um Liverpool liðið sem hefur vakið aðdáun hans. „Það er stórkostlegt sem Liverpool liðið er að gera þessa stundina. Þeir eru eins og vél, hafa fundið taktinn og takast á við hvern leik á sama hátt,“ sagði Kylian Mbappe. „Þeir hafa enn ekki tapað deildarleik. Þetta lítur kannski úr fyrir að vera auðvelt þegar þú horfir á þá en það er það ekki. Þessir gæjar eru einbeittir, spila á þriggja daga frestir en vinna, vinna og vinna,“ sagði Mbappe. Kylian Mbappe has a lot of praise for Liverpool, who he says are "a machine". In full: https://t.co/bQkf7u6iBr#LFC#PSG#bbcfootballpic.twitter.com/v8pQg91pIL— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Nú er vandamálið að allir horfa á Liverpool liðið og allir eru að fylgjast með því hvað liðin geta gert á móti þeim. Þeir þurfa því alltaf að vera að sanna styrk sinn en þetta er mjög gott lið með virkilega góðan knattspyrnustjóra,“ sagði Mbappe. Mbappe hefur aðeins verið orðaður við Liverpool en þó aðallega við spænska liðið Real Madrid. „Það eru allir að tala um það og ég talaði líka um það þegar ég var ungur. Núna er ég leikmaður og veit að þetta er ekki rétti tíminn til að ræða slík mál,“ sagði Mbappe. „Við erum í janúar og þetta er tími tímabilsins þar sem peningarnir flæða. Ímyndaðu þér ef ég svara þessari spurningu þinni og segi eitthvað. Allir fara að tala um það og það er ekki gott fyrir PSG,“ sagði Mbappe. „Ég er núna leikmaður PSG og er hér hundrað prósent. Ég vil hjálpa mínu félagi að vaxa á þessu tímabili og vinna fullt af titlum. Það er ekki gott fyrir mig að tala um framtíðina,“ sagði Mbappe. „Ég hugsa vel um klúbbinn því hann hjálpaði mér. Ég kom hingað þegar ég var átján ára. Ég var efnilegur en engin stórstjarna. Nú er ég stórstjarna og það er PSG og franska landsliðinu að þakka,“ sagði Mbappe. „Ég er rólegur og einbeittur á það að spila með PSG. Við verðum síðan bara að sjá til eftir tímabilið. Núna hugsa ég bara um að spila minn fótbolta,“ sagði Mbappe.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira